Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   mán 11. nóvember 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Það er bara nóvember
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola er búinn að tapa fjórum leikjum í röð í fyrsta sinn á þjálfaraferlinum sínum, eftir að Manchester City tapaði fyrir Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Þetta tap kom eftir tapleiki gegn Bournemouth og Tottenham í deildinni og Sporting CP í Meistaradeildinni.

Man City er þrátt fyrir það í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 23 stig eftir 11 umferðir - fimm stigum á eftir toppliði Liverpool.

„Það mikilvægasta er að verða ekki kærulausir þegar gengur vel. Við vitum hversu erfitt það er að ganga vel og við vitum hversu góð tilfinningin verður þegar við byrjum að sigra leiki á ný," sagði Guardiola í gær.

„Eins og staðan er í dag þá erum við ekki að spila eins vel og við getum, en það er bara nóvember. Við höfum enn tíma til að bæta okkur og ná að spila aftur okkar besta fótbolta."

Guardiola notaði ekki mikil meiðslavandræði innan herbúða City til að afsaka slæmt gengi.

„Ég hef oft tapað fjórum, fimm eða sex leikjum í röð á ferli mínum sem fótboltamaður. Það er eðlilegt og eitthvað sem getur komið fyrir. Þó að það hafi ekki gerst fyrir okkur áður, þá er þetta partur af fótbolta. Það er ekki auðvelt að vinna fótboltaleiki á þessu gæðastigi."

Man City gekk í gegnum erfiðan kafla á svipuðum tíma á síðustu leiktíð þar sem liðið vann aðeins einn leik af sex en náði sér aftur á strik og endaði á að sigra ensku úrvalsdeildina í sjötta sinn á sjö árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner