Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mán 11. nóvember 2024 14:56
Elvar Geir Magnússon
Verður Evrópureisan kveðjuför Hareide?
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson og Age Hareide.
Jóhann Berg Guðmundsson og Age Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verða þetta síðustu leikirnir undir stjórn Norðmannsins?
Verða þetta síðustu leikirnir undir stjórn Norðmannsins?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsleikjaglugginn er brostinn á en Ísland leikur útileiki gegn Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni. Vangaveltur hafa verið í gangi um að þetta verði mögulega síðustu leikir Íslands undir stjórn Age Hareide.

Íslenski landsliðshópurinn kemur allur saman í dag og verður við æfingar á Spáni þar til það ferðast yfir til Svartfjallalands á fimmtudagskvöld.

Vill ekki segja hvort hann hafi áhuga á að halda áfram
Háværar sögur hafa verið um að búið sé að taka ákvörðun um að Norðmaðurinn en hann er með riftunarákvæði í samningi sínum. KSÍ hefur ekki viljað tjá sig um málið og Hareide ekki heldur.

„Við höfum ekki rætt um framtíð mína. Við höfum verið einbeitt á leikina tvo sem eru framundan. Það er mikilvægast núna. Ég hef bara skrifað undir eins árs samninga frá því ég kom hingað. Það er ekkert nýtt. Svo þurfum við að taka stöðuna í lok nóvember," sagði Hareide við Fótbolta.net á föstudag.

Hann vildi ekkert tjá sig um það hvort hann hefði áhuga á því að halda áfram með liðið en ýmsar vísbendingar þykja í loftinu um að breytingar séu framundan.

Arnar og Freyr orðaðir við starfið
Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa helst verið orðaðir við landsliðsþjálfarastarfið ef breytingar verða gerðar. Arnar er þjálfari Víkings en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur KSÍ ekki sett sig í samband við félagið vegna hans. Freyr er þjálfari Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni.

„Það er heiður að vera orðaður við svona stórt starf en það er líka bara móðgun við núverandi þjálfara og móðgun við Víkinga á þessum tímapunkti að vera að fabúlera um þetta," sagði Arnar í samtali við Fótbolta.net er hann var spurður út í starfið í síðasta mánuði.

Ísland mætir Svartfjallalandi og Wales á útivöllum í síðustu leikjum okkar liðs í riðli Þjóðadeildarinnar. Leikið verður gegn Svartfellingum næsta laugardag. Svartfellingar eru á botni riðilsins en við Íslendingar erum í þriðja sæti, sem er umspilssæti um að halda sæti sínu í B-deildinni.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 4 3 1 0 8 - 3 +5 10
2.    Wales 4 2 2 0 5 - 3 +2 8
3.    Ísland 4 1 1 2 7 - 9 -2 4
4.    Svartfjallaland 4 0 0 4 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner