Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 11. desember 2019 08:00
Elvar Geir Magnússon
Lingard: McTominay gefur okkur öryggistilfinningu
Scott McTominay, miðjumaður Manchester United, hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína á þessu tímabilinu.

Rauðu djöflarnir eru á finu skriði og Jesse Lingard, leikmaður United, telur að McTominay sé ein af ástæðum þess að liðið sé farið að spila betur.

„Ég þekki hæfileika Scott mjög vel enda hef ég verið með honum í yngri liðunum. Þegar hann fékk tækifærið til að skína þá steig hann upp og hefur verið klettur á miðjunni hjá okkur," segir Lingard.

„Allt liðið finnur fyrir öryggistilfinningu þegar við erum að sækja því við vitum af Scott fyrir aftan okkur."
Athugasemdir
banner