Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 22:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gundogan: Augljóst hvað er að
Mynd: Getty Images
„Sjálfstraust er stór hluti af fótbolti og það er andlegt vandamál. Þegar við töpum einhverju atriði eða boltanum í leiknum þá sést að við missum takt. Það þarf lítið svo við missum taktinn, lítið til að hafa mikil áhrif á okkur," sagði Ilkay Gundogan, leikmaður Manchester City, eftir tap liðsins gegn Juventus í kvöd.

City er í djúpri holu og hefur einungis unnið einn af síðustu tíu leikjum í öllum keppnum.

„Við þurfum að gera einföldustu hluti eins vel og hægt er til að ná sjálfstraustinu aftur. Á stærstu augnablikunum erum við að gera ranga hluti. Við vitum nákvæmlega hvað er að, við vitum ástæðuna. Við höfum ekki spilað illa, erum að skapa færi, en við náðum ekki að skora og ef þú gefur eitt færi á þig og þeir skora þá er ekki auðvelt að koma til baka."

„Það er augljóst hvað er að, þetta snýst bara um að finna rofann til að snúa þessu við. Mér finnst við ekki vera langt frá því að spila vel, kannski hljómar það heimskulega, en þannig líður mér."

„Ef þetta fer ekki að smella þá verður þetta erfitt. Núna þurfum við allir að líta inn á við og gera betur, þurfum að fórna okkur meira og leggja meira á okkur fyrir liðið svo við verðum betri sem heild,"
sagði Gundogan.

Næsti leikur Manchester City er gegn Manchester United á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner