Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 12. janúar 2019 14:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England - Byrjunarlið: Fabinho í miðverði - Jói Berg meiddur
Fabinho og Shaqiri byrja hjá Liverpool.
Fabinho og Shaqiri byrja hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg er meiddur.
Jóhann Berg er meiddur.
Mynd: Getty Images
Aron Einar byrjar hjá Cardiff, að sjálfsögðu!
Aron Einar byrjar hjá Cardiff, að sjálfsögðu!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fimm leikir að fara af stað í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15:00. Verið var að tilkynna byrjunarliðin fyrir þá leiki.

Liverpool, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð, sækir Brighton heim. Brighton er sýnd veiði en ekki gefin.

Fabinho byrjar í miðverði hjá Liverpool, sem er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Dejan Lovren er meiddur og Joel Matip er að stíga upp úr meiðslum. Matip er á bekknum og því byrjar Fabinho við hlið Virgil van Dijk.

Liverpool teflir fram mjög sterku byrjunarliði. Xherdan Shaqiri byrjar ásamt Salah, Mane og Firmino.

Byrjunarlið Brighton: Button, Montoya, Dunk, Duffy, Bong, Stephens, Propper, March, Gross, Locadia, Murray.
(Varamenn: Steele, Bruno, Kayal, Andone, Knockaert, Balogun, Sanders)

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Robertson, Van Dijk, Fabinho, Alexander-Arnold, Henderson, Wijnaldum, Shaqiri, Mane, Salah, Firmino.
(Varamenn: Mignolet, Milner, Keita, Moreno, Origi, Matip, Camacho)

Aron Einar Gunnarsson byrjar hjá Cardiff gegn Huddersfield í fallbaráttuslag á meðan Jóhann Berg Guðmundsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla hjá Burnley sem mætir Fulham, einnig í fallbaráttuslag. Það er vonandi að Jóhann Berg fari að jafna sig, sérstaklega í ljósi þess að undankeppni EM er á næsta leyti.

Byrjunarlið Burnley: Heaton, Bardsley, Mee, Tarkowski, Taylor, Hendrick, Westwood, Cork, McNeil, Barnes, Wood.

Byrjunarlið Fulham: Rico, Christie, Odoi, Ream, Bryan, Le Marchand, Seri, Chambers, R Sessegnon, Schurrle, Mitrovic

Byrjunarlið Cardiff: Etheridge, Bennett, Morrison, Ecuele Manga, Bamba, Arter, Gunnarsson, Mendez-Laing, Camarasa, Hoilett, Paterson.

Byrjunarlið Huddersfield: Lossl, Hogg, Jorgensen, Schindler, Hadergjonaj, Durm, Billing, Puncheon, Pritchard, Kachunga, Mounie.

Crystal Palace fær Watford í heimsókn, og Leicester mætir Southampton.

Byrjunarlið Crystal Palace: Guaita, Wan-Bissaka, Sakho, Tomkins, Van Aanholt, Milivojevic, Kouyate, McArthur, Townsend, Zaha, Ayew.

Byrjunarlið Watford: Foster, Femenia, Mariappa, Cathcart, Holebas, Doucoure, Capoue, Hughes, Pereyra, Deulofeu, Deeney.

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Chilwell, Morgan, Maguire, Ndidi, Mendy, Pereira, Albrighton, Maddison, Choudhury, Vardy.

Byrjunarlið Southampton: McCarthy, Stephens, Valery, Vestergaard, Bednarek, Targett, Romeu, Ward-Prowse, Armstrong, Redmond, Long.

Leikir dagsins:
12:30 West Ham - Arsenal (Stöð 2 Sport)
15:00 Brighton - Liverpool (Stöð 2 Sport)
15:00 Burnley - Fulham
15:00 Cardiff - Huddersfield
15:00 Crystal Palace - Watford
15:00 Leicester - Southampton
17:30 Chelsea - Newcastle (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner