Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. janúar 2020 13:04
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Faxaflóamótið: Stórsigur ÍA gegn Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 6-0 Grótta
1-0 María Björk Ómarsdóttir ('3)
2-0 Sigrún Eva Sigurðardóttir ('21)
3-0 Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('47)
4-0 Eva María Jónsdóttir ('52)
5-0 Erna Björt Elíasdóttir ('68)
6-0 Erna Björt Elíasdóttir ('93)

ÍA tók á móti Gróttu í gær í Akraneshöllinni í Faxaflóamóti kvenna, þessi lið leika í B-riðli.

Heimakonur voru í miklu stuði og skorðu sex mörk í leiknum gegn engu marki Gróttu.

María Björk Ómarsdóttir og Sigrún Eva Sigurðardóttir sáu til þess að staðan var 2-0 í hálfleik.

Bryndís Rún Þórólfsdóttir bætti við þriðja markinu í upphafi seinni hálfleiks, næst var röðin komin að Evu Maríu Jónsdóttur en hún skoraði fjórða markið á 52. mínútu.

Erna Björt Elíasdóttir skoraði tvö mörk sem tryggðu þar með 6-0 sigur ÍA á Gróttu. Skagakonur byrja árið vel, þessi lið munu bæði leika í 1. deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner