Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 12. janúar 2020 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Tottenham hefur betur í baráttunni við West Ham um Gedson Fernandes
Powerade
Hér má sjá helsta slúður dagsins á þessum sunnudegi, tekið saman af BBC.

Framtíð John Stones hjá Manchester City er í óvissu en félagið hefur enn ekki hafið viðræður við hann um nýjan samning.(Sunday Express)

Tottenham mun hafa betur í baráttunni við West Ham um miðjumann Benfica, Gedson Fernandes, hann mun koma á 18 mánaða lánssamningi. (Sunday Mirror)

Miðjumaður Ajax og hollenska landsliðsins, Donny van de Beek hefur verið orðaður við Manchester United en þessi 22 ára gamli leikmaður hefur útilokað að yfirgefa Ajax í janúar. (Fox Sports og ESPN)

Wolves er talið vera einn af líklegri áfangastöðum franska leikmannsins Thomas Lemar vegna tengsla félagsins við umboðsmann leikmannsins, Jorge Mendes. (Mundo Deportivo)

Manchester United er tilbúið til að bjóða tvo leikmenn, þar á meðal Marcos Rojo, ásamt 60 milljónum punda til að tryggja sér þjónustu portúgalska miðjumannsins Bruno Fernandes. (Talksport)

Manchester United mun senda njósnara einu sinni enn til að skoða hinn 20 ára gamla Boubakary Soumare leikmann Lille, félagið íhugar að bjóða í leikmanninn. (Sunday Express)

Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool íhugar að reyna fá Ousmane Dembele frá Barcelona.(ElDesmarque)

Sheffield United hefur áhuga á Luke Woolfenden 21 árs gömlu varnarmanni Ipswich Town. (Sheffield Star)

Aston Villa og Newcastle vilja fá Tino Kadewere frá Le Havre í janúar, Norwich og Tottenham eru einnig sögð áhugasöm um þennan 24 ára gamla framherja. (Football Insider)

Búist er við því að hinn 26 ára gamli Connor Wickham fari á láni til Sheffield Wednesday frá Crystal Palace, spilatími hans minnkar með komu Tyrkjans Cenk Tosun. (Mail on Sunday)

Manchester United er að berjast við félag David Beckham, Inter Miami um 19 ára gamlan Argentínumann, Agustin Almendra sem leikur með Boca Juniors í heimalandinu. (Evening Standrad)

David Moyes knattspyrnustjóri West Ham vill fá Alan Stubbs fyrrum varnarmann Everton í þjálfarateymi sitt. (Star on Sunday)
Athugasemdir
banner