Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. janúar 2022 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var settur í bann 2018 vegna gruns um spillingu
Túnisar voru ekki sáttir með dómarann.
Túnisar voru ekki sáttir með dómarann.
Mynd: Getty Images
Það áttu sér stað ótrúlegir hlutir í Afríkukeppninni í dag. Dómarinn í leik Malí og Túnis lautaði leikinn af of snemma - og það tvisvar. Fyrst eftir ríflega 85 mínútur og svo áður en 90 mínúturnar voru liðnar.

Malí leiddi þegar kom var fram á 90. mínútu en liðið var orðið manni færra og átti eftir að spila uppbótartíma eftir vantspásu. Túnisum var allt annað en skemmt með ákvörðun dómarans að flauta leikinn þetta snemma af.

Það átti að hefja leik að nýju og spila síðustu þrjár mínúturnar aftur. Blaðamannafundur þjálfara Malí var truflaður og átti að senda leikmenn aftur inn á. Leikmenn Malí fylgdu því og voru mættir aftur út á völl. Leikmenn Túnis gerðu það hins vegar ekki og Malí var því dæmdur sigur.

Það virðist vera maðkur í mysunni og það sem ýtir frekar undir það er að dómarinn í leiknum, Janny Sikazwe, var árið 2018 settur í bann fyrir ásakanir um spillingu.

Hann var settur í bann í nóvember 2018 eftir grunsamlega dóma í leik í Meistaradeildinni í Afríku. FIFA aflétti banninu tveimur mánuðum síðar.

Þetta mál verður eflaust rannsakað frekar, það er ekki annað hægt enda mjög furðulegt. Það er fnykur af svindli af einhverju tagi.

Þess má geta að þessi dómari dæmdi tvo leiki á HM 2018.
Athugasemdir
banner
banner