Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 12. janúar 2023 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Kristinn skrifar undir þriggja ára samning við ÍBV
Með Jón Kristni á myndinni er Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar.
Með Jón Kristni á myndinni er Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar.
Mynd: ÍBV
ÍBV tilkynnti í dag að Jón Kristinn Elíasson hefði skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV. Jón Kristinn er 21 árs markvörður sem lék fimm leiki með liðinu í Bestu deildinni síðasta sumar og hefur samtals leikið níu deildarleiki fyrir ÍBV.

Hann hefur einnig leikið fimmtán leiki með KFS í deildarkeppni og þrjá í bikarnum. Í sumar fékk ÍBV 10 stig í þeim fimm leikjum sem Jón lék og þar af voru þrír sigrar í fjórum leikjum í úrslitakeppninni.

Jón var einn af þremur markvörður sem varði mark ÍBV síðasta sumar. Halldór Páll Geirsson varði mark liðsins í upphafi tímabils, Guðjón Orri Sigurjónsson kom svo í markið og Jón varði svo mark liðsins í fjórum síðustu leikjum liðsins.

Hollendingurinn Guy Smit, markvörður Vals, hefur verið orðaður við ÍBV að undanförnu og verður forvitnilegt að sjá hvort ÍBV haldi áfram að reyna við Guy eða ætli að reiða sig á heimamenn á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner