mið 12. febrúar 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Pogba vonast til að verða klár í byrjun mars
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, vonast til að verða klár í slaginn á nýjan leik í byrjun mars.

Pogba vonast til að hefja æfingar á fullu á næstunni og hann gæti náð grannaslagnum gegn Manchester City þann 8. mars.

Viku síðar mætir Manchester United síðan Tottenham í lek sem gæti verið mikilvægur í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Pogba hefur verið frá keppni vegna meiðsla á ökkla síðan milli jóla og nýárs en hann vonast til að byrja að spila fljótlega til að komast í sitt besta form fyrir EM í sumar.

Sterkar sögusagnir eru um að Pogba vilji fara frá Manchester United næsta sumar og því gætu leikirnir í lok tímabils orðið hans síðustu með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner