Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 12. febrúar 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer frá KA til Norður-Makedóníu (Staðfest)
Jóan Símun Edmundsson.
Jóan Símun Edmundsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Færeyski sóknarmaðurinn Jóan Símun Edmundsson hefur yfirgefið herbúðir KA og er hann búinn að semja við KF Shkupi í Norður-Makedóníu.

„Mér finnst mjög ólíklegt að Jóan verði áfram, hann kom hingað til að koma sér af stað eftir meiðsli og vill skoða sín mál; taka stöðuna á því hvað honum býðst í janúarglugganum áður en hann svarar einhverju um hvort hann hafi áhuga á að koma aftur til Íslands," sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, við Fótbolta.net í október síðastliðnum.

Núna er það ljóst að Jóan verður ekki áfram hjá félaginu. Hann spilaði ellefu leiki í deild og bikar með KA og skoraði hann tvö mörk.

Það þótti merkilegt að þessi 32 ára gamli Færeyingur skyldi koma hingað til lands og spila, en hann er með afar flotta ferilskrá. Hann er öflugur sóknarmaður sem fór ungur að árum til Newcastle á Englandi en hann hefur á ferli sínum spilað í norsku úrvalsdeildinni, dönsku úrvalsdeildinni og þýsku úrvalsdeildinni. Tímabilið 2020/21 lék hann fimm leiki í þýsku úrvalsdeildinni með Arminia Bielefeld og skoraði eitt mark.

KA hefur misst öfluga leikmenn frá síðustu leiktíð og þarf eflaust að bæta við sig áður en næsta tímabil hefst.
Athugasemdir
banner
banner
banner