Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
banner
   mið 12. febrúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndi gera allt til að kaupa Kane ef hann stjórnaði hjá Man Utd
Harry Kane í landsleik með Englandi.
Harry Kane í landsleik með Englandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markus Babbel, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, myndi gera allt til að fá Harry Kane ef hann væri að stjórna hjá Manchester United.

Nýverið var það opinberað að Kane er með riftunarverð í samningi sínum hjá Bayern sem gerir honum leift að yfirgefa félagið fyrir 80 milljónir evra. Riftunarverðið mun svo lækka enn frekar á næstunni.

Kane var orðaður við Man Utd áður en hann fór til Bayern og Babbel leggur það til að félagið sæki hann.

„Ef ég væri hjá Manchester United þá myndi ég gera allt til að fá Harry Kane. Það sem er í gangi hjá Man Utd er ekki ásættanlegt," sagði Babbel, sem lék með Bayern München og Liverpool á ferli sínum.

„Kane er gæðaleikmaður sem skorar alltaf mörk. Og ef þú ert með leikmann sem skorar alltaf mörk, þá eru möguleikar þínir mun meiri."

Babbel segir að stjórnarmenn Tottenham eigi að hugsa eins og reyna að fá Kane aftur til félagsins en hann lék með Spurs áður en hann fór til Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner