Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 12. mars 2014 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool vill fá Alfreð Finnbogason í sumar
Mynd: Getty Images
Breska vefsíðan Bleacherreport.com heldur því fram að enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool ætli sér að leggja fram tilboð í íslenska framherjann Alfreð Finnbogason sem er á mála hjá Heerenveen.

Alfreð, sem er 24 ára gamall framherji, gekk til liðs við Heerenveen frá Lokeren sumarið 2012 en síðan þá hefur hann blómstrað hjá hollenska liðinu.

Hann skoraði 28 mörk í 35 keppnisleikjum á síðustu leiktíð og á þessari er hann með 25 mörk í 27 leikjum. Hann er þá markahæstur í hollensku deildinni en mörg lið fylgjast með honum þessa stundina.

Stórlið á borð við AS Roma hafa verið nefnd til sögunnar en Bleacherreport heldur því fram að Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, vilji styrkja framlínuna og er hann sagður hafa áhuga á þessum magnaða framherja.

Bleacherreport er þó ekki þekkt fyrir mikinn áreiðanleika en vefsíðan sérhæfir sig aðallega í slúðri og ber því að taka þessari frétt með fyrirvara.

Engu að síður áhugavert en ljóst er að slegist verður um Alfreð í sumar og ansi líklegt að þetta sé hans síðasta leiktíð með Heerenveen.

Alfreð hefur áður leikið með Lokeren, Helsingborg og Breiðablik en þá lék hann einnig árið 2007 með Augnablik í þriðju deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner