Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 12. mars 2023 16:30
Brynjar Ingi Erluson
De Gea: Það þarf að vera samræmi hjá dómurum
David De Gea
David De Gea
Mynd: Getty Images
David De Gea, markvörður Manchester United, kallar eftir samræmi í dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar.

Heimamenn í Manchester United vildu að minnsta kosti þrjár vítaspyrnur í markalausa jafnteflinu gegn Southampton í dag og þá var Casemiro rekinn af velli þegar hálftími var liðinn af leiknum.

De Gea segir vanta samræmi í dómgæsluna á Englandi.

„Þetta er leikur sem við hefðum átt að vinna en leikurinn breyttist þegar við misstum mann af velli,“ sagði De Gea.

„Við reyndum okkar besta að skora en það var erfitt. Þeir fengu nokkur færi en við sýndum góðan liðsanda. Við verðum að taka stigið og halda áfram.“

„Mér fannst Casemiro vera óheppinn. Hann reyndi að fara í boltann en fóturinn fór of hátt upp. Það þarf að vera meira samræmi hjá dómurum. Stundum gefa þeir rautt spjald og stundum gera þeir það ekki.“

„Þetta verður erfitt því hann er stór leikmaður. Við munum sakna hans í þessum fjórum leikjum en við erum með stóran hóp. Við erum með leikmenn sem eru að koma af bekknum og gera vel,“
sagði De Gea.
Athugasemdir
banner
banner