Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 23:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svona eru átta liða úrslitin í Meistaradeildinni
Mynd: EPA
16-liða úrslitunum í Meistaradeildinni lauk í kvöld og það er ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitunum.

Real Madrid vann granna sína í Atletico Madrid eftir dramatíska vítaspyrnukeppni. Real Madrid mætir Arsenal sem komst örugglega áfram eftir sigur gegn PSV.

PSG sló Liverpool úr leik í stórleik umferðarinnar í gær. Liðið fær Aston Villa sem lagði Club Brugge örugglega.

Inter Milan og Bayern Munchen eigast við og Dortmund og Barcelona.

Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitunum fara fram 8. og 9. apríl og seinni leikirnir 15. og 16. apríl.

8-liða úrslitiin
Paris St-Germain - Aston Villa
Real Madrid - Arsenal
Inter Milan - Bayern Munich
Borussia Dortmund - Barcelona

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner