Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lærifaðirinn lagði nemandann í fyrsta sinn
Marcelo Bielsa.
Marcelo Bielsa.
Mynd: Getty Images
Leeds vann frábæran sigur á Manchester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Stuart Dallas skoraði bæði mörk Leeds en liðið var manni færri allan síðari hálfleikinn. Man City jafnaði metin á 75. mínútu með marki Ferran Torres og allt benti til þess að jafntefli yrði niðurstaðan. Dallas var reyndar ekki á því máli og náði að tryggja gestunum sigur þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma og lokaniðurstaðan 1 - 2 sigur Leeds.

Þetta er í fyrsta sinn sem Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, nær að vinna sigur á liði sem Pep Guardiola stýrir. Þeir tveir eru miklir félagar en Guardiola ávallt talað gríðarlega vel um Bielsa. Þegar Guardiola var að hefja þjálfaraferil sinn þá leitaði hann í skóla Bielsa.

Leeds vinnur ekki oft eins og þeir gerðu á laugardag. Þeir eiga oftast mjög margar marktilraunir og sækja mjög mikið, en þeir áttu aðeins tvær tilraunir í leiknum við Man City. Kannski skiljanlegt í ljósi þess hversu lengi þeir voru einum færri.


Athugasemdir
banner
banner
banner