Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 12. apríl 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigurvin í fullt starf - Bjarni ofboðslega duglegur
Sigurvin Ólafsson.
Sigurvin Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson verður aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR í sumar.

Sigurvin tekur við því hlutverki af Bjarna Guðjónssyni sem ráðinn var í þjálfun yngri flokka sænska félagsins Norrköping.

Sigurvin heldur áfram sem þjálfari KV en liðið vann 3. deildina í fyrra og leikur í 2. deild á komandi tímabili. Hann fær titilinn yfirþjálfari karlaflokka hjá KR.

„Það eru smá skipulagsbreytingar," sagði Rúnar í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

„Sigurvin er ráðinn í fullt starf í félaginu og er allan daginn á skrifstofunni. Hann sinnir hinum ýmsu störfum, þar á meðal að vinna náið með þjálfurum yngri flokka karla meginn. Hann er líka aðstoðarþjálfari hjá mér."

„Hann er að þjálfa KV áfram og þetta getur orðið svolítið mikið fyrir hann. Við höfum rætt það og hann mun fá aðstoð. Á móti kemur verður hann minna með 2. flokkinn. Við erum búnir að styrkja okkur þar. Það er frábært fyrir mig og KR að fá Venna inn í þetta."

Hann er 44 ára en sem leikmaður lék hann meðal annars með KR, FH og uppeldisfélagi sínu ÍBV. Hann varð alls fimm sinnum Íslandsmeistari, lék sjö A-landsleiki fyrir Ísland og var í fyrra einn af sérfræðingum um Pepsi Max-deildina á Stöð 2 Sport.

Bjarni ofboðslega duglegur
Bjarni Guðjónsson hætti sem aðstoðarþjálfari KR til að taka við U19 liði Norrköping í Svíþjóð. Hann var mjög mikilvægur í Vesturbænum.

„Hann stjórnaði mikið af æfingum og ég gaf honum leyfi til að stýra miklu. Á venjulegum degi var hann með stóran hluta æfingarinnar. Svo kom ég tók restina þegar við vorum farnir í taktík og ýmislegt annað sem ég vildi stýra."

„Hann er ofboðslega duglegur hann Bjarni. Hann var farinn að senda mér skilaboð snemma á morgnana hvort ég ætlaði ekki að drulla mér í vinnuna. Það var aðallega um helgar, við vorum að hlæja að þessu í morgun. Bjarni er grjótharður, duglegur og vaknar alltaf eldsnemma; hann gerir hlutina sem þarf að gera."

Rúnar segir að sínir aðstoðarmenn séu ekki bara að sjá um keilurnar, þeir fái að vinna.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Alfons, Rúnar Kristins og Meistaradeildin
Athugasemdir
banner