Ótrúlegir hlutir áttu sér stað í úrvalsdeildinni í Kolumbíu í nótt þegar Boyaca Chico og Rionegro Aguilas áttust við.
Sextán leikmenn Aguilas hafa greinst með kórónuveiruna undanfarna daga auk þess sem sjö leikmenn liðsins eru meiddir.
Ósk félagsins um að fresta leiknum var hafnað og því mætti Aguilas einungis með sjö leikmenn til leiks.
Sextán leikmenn Aguilas hafa greinst með kórónuveiruna undanfarna daga auk þess sem sjö leikmenn liðsins eru meiddir.
Ósk félagsins um að fresta leiknum var hafnað og því mætti Aguilas einungis með sjö leikmenn til leiks.
Eftir hetjulega baráttu náði Boyaca Chico að halda hreinu þar til á 57. mínútu.
Liðið var 3-0 undir þegar leikurinn var flautaður af á 79. mínútu eftir að Giovanny Martinez meiddist en samkvæmt reglum verða að minnsta kosti sjö leikmenn að vera inn á til að hægt sé að halda leik áfram.
Athugasemdir