Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   mið 12. maí 2021 22:02
Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn: Missti ekki alla trú á lífinu
Atli Sveinn Þórarinsson á hliðarlínunni í sumar.
Atli Sveinn Þórarinsson á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég, strákarnir og fólkið í stúkunnni sem var meiriháttar að fá aftur hefðum klárlega viljað taka öll þrjú stigin í kvöld, það er ekki nokkur spurning," sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis eftir 1 - 1 jafntefli við KR í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 KR

„Mér fannst þetta mjög góður leikur, hasar og vel tekið á því og mikil læti. Mér fannst dómarinn dæma þetta vel og virkilega góður leikur."

„Þetta er gott veganesti áfram inn í mótið. Við vorum ekki sáttir við FH frammistöðuna fyrst, en töldum okkur spila allt í lagi á móti HK og hefðum líka viljað taka þrjú stig þar. Okkur fannst þetta góð frammistaða í kvöld en þetta snýst um að taka sigra og við viljum gera það."


Fylkir hefur fengið tvö stig úr þremur leikjum það sem af er mótinu. Er pirrandi hvað stigasöfnunin gengur hægt?

„Það er það en við hefðum meiri áhyggjur ef við værum að spila illa og ekki taka neitt af stigum, þetta er í rétta átt. Okkur líður þannig og þá er að halda áfram og vinna áfram í okkar hlutum inni á æfingasvæðinu."

Arnór Borg Guðjohnsen misnotaði vítaspyrnu í seinni hálfleiknum.

„Ég var mjög svekktur en samt fannst mér við vera þannig gíraðir að við myndum setja annað mark. Því missti ég ekki alla trú á lífinu, alls ekki því ég hélt að við myndum setja 2-1 markið hvort eð er en það gekk ekki."

Nánar er rætt við Atla Svein í sjónvarpinu að ofan. Þar ræðir hann róteringu á markvörðum liðsins, komu Arnars Sveins Geirsonar og fleira.
Athugasemdir
banner