Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 12. maí 2021 22:02
Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn: Missti ekki alla trú á lífinu
Atli Sveinn Þórarinsson á hliðarlínunni í sumar.
Atli Sveinn Þórarinsson á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég, strákarnir og fólkið í stúkunnni sem var meiriháttar að fá aftur hefðum klárlega viljað taka öll þrjú stigin í kvöld, það er ekki nokkur spurning," sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis eftir 1 - 1 jafntefli við KR í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 KR

„Mér fannst þetta mjög góður leikur, hasar og vel tekið á því og mikil læti. Mér fannst dómarinn dæma þetta vel og virkilega góður leikur."

„Þetta er gott veganesti áfram inn í mótið. Við vorum ekki sáttir við FH frammistöðuna fyrst, en töldum okkur spila allt í lagi á móti HK og hefðum líka viljað taka þrjú stig þar. Okkur fannst þetta góð frammistaða í kvöld en þetta snýst um að taka sigra og við viljum gera það."


Fylkir hefur fengið tvö stig úr þremur leikjum það sem af er mótinu. Er pirrandi hvað stigasöfnunin gengur hægt?

„Það er það en við hefðum meiri áhyggjur ef við værum að spila illa og ekki taka neitt af stigum, þetta er í rétta átt. Okkur líður þannig og þá er að halda áfram og vinna áfram í okkar hlutum inni á æfingasvæðinu."

Arnór Borg Guðjohnsen misnotaði vítaspyrnu í seinni hálfleiknum.

„Ég var mjög svekktur en samt fannst mér við vera þannig gíraðir að við myndum setja annað mark. Því missti ég ekki alla trú á lífinu, alls ekki því ég hélt að við myndum setja 2-1 markið hvort eð er en það gekk ekki."

Nánar er rætt við Atla Svein í sjónvarpinu að ofan. Þar ræðir hann róteringu á markvörðum liðsins, komu Arnars Sveins Geirsonar og fleira.
Athugasemdir