Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mið 12. maí 2021 22:02
Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn: Missti ekki alla trú á lífinu
Atli Sveinn Þórarinsson á hliðarlínunni í sumar.
Atli Sveinn Þórarinsson á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég, strákarnir og fólkið í stúkunnni sem var meiriháttar að fá aftur hefðum klárlega viljað taka öll þrjú stigin í kvöld, það er ekki nokkur spurning," sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis eftir 1 - 1 jafntefli við KR í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 KR

„Mér fannst þetta mjög góður leikur, hasar og vel tekið á því og mikil læti. Mér fannst dómarinn dæma þetta vel og virkilega góður leikur."

„Þetta er gott veganesti áfram inn í mótið. Við vorum ekki sáttir við FH frammistöðuna fyrst, en töldum okkur spila allt í lagi á móti HK og hefðum líka viljað taka þrjú stig þar. Okkur fannst þetta góð frammistaða í kvöld en þetta snýst um að taka sigra og við viljum gera það."


Fylkir hefur fengið tvö stig úr þremur leikjum það sem af er mótinu. Er pirrandi hvað stigasöfnunin gengur hægt?

„Það er það en við hefðum meiri áhyggjur ef við værum að spila illa og ekki taka neitt af stigum, þetta er í rétta átt. Okkur líður þannig og þá er að halda áfram og vinna áfram í okkar hlutum inni á æfingasvæðinu."

Arnór Borg Guðjohnsen misnotaði vítaspyrnu í seinni hálfleiknum.

„Ég var mjög svekktur en samt fannst mér við vera þannig gíraðir að við myndum setja annað mark. Því missti ég ekki alla trú á lífinu, alls ekki því ég hélt að við myndum setja 2-1 markið hvort eð er en það gekk ekki."

Nánar er rætt við Atla Svein í sjónvarpinu að ofan. Þar ræðir hann róteringu á markvörðum liðsins, komu Arnars Sveins Geirsonar og fleira.
Athugasemdir
banner
banner