Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. júní 2019 14:22
Elvar Geir Magnússon
Daniel James til Man Utd (Staðfest)
Daniel James.
Daniel James.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur staðfest Daniel James sem nýjan leikmann félagsins. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær fær til sín síðan hann tók við af Jose Morinho.

Þessi velski vængmaður er 21 árs gamall og gerir fimm ára samning. Hann kemur frá Swansea City og kaupverðið er talið í kringum 15 milljónir punda.

„Þetta er einn besti dagur lífs míns," segir James.

„Þetta er áskorun sem ég get ekki beðið eftir að takast á við. Enska úrvalsdeildin er besta deild í heimi og Manchester United fullkomið félag fyrir mig til að þróast sem leikmaður."

„Ég og fjölskylda mín erum ótrúlega stolt en það er leiðinlegt að faðir minn hafi ekki getað notið þessarar lífsreynslu með okkur," segir James en faðir hans féll nýlega frá.

James skoraði fimm mörk í 38 leikjum á liðnu tímabili en þessi spennandi leikmaður býr yfir miklum hraða.





Athugasemdir
banner
banner
banner