Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 12. júní 2020 23:59
Atli Arason
Davíð Smári: Alveg sama hvað menn heita eða hvað þeir hafa gert fyrir tímabilið
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja var brattur eftir 6-0 stórsigur sinna manna á Hamri í Mjólkurbikarnum í Safamýrinni fyrr í kvöld.

Kórdrengir hafa verið duglegir á leikmannamarkaðinum undanfarið og fengið marga öfluga leikmenn í liðið fyrir þetta tímabil. Davíð Smári var spurður hvort að nýju leikmennirnir taki tíma af þeim gömlu en 9 af þeim 16 leikmönnum sem komu við sögu í kvöld, voru að spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Kórdrengi. Davíð var m.a. spurður út í bekkjarsetu Magnúsar Þóris. „Maggi var pínu tæpur fyrir leikinn og við tókum enga sénsa en auðvitað er það bara þannig að það gengur heilt yfir alla, menn sem standa sig þeir þurfa ekki að fara á bekkinn." segir Davíð og bætir við að Kórdrengir eru með stóran og breiðan hóp í sumar og barátta um öll sæti í liðinu verður mikil. „Það verður bara hörku hörku barátta fyrir alla í liðinu alveg sama hvað þeir heita eða hvað þeir hafa gert fyrir tímabilið. Þetta snýst um þetta tímabil."

Aðspurður um markmiðin fyrir sumarið 2020 segir Davíð, „Markmiðið er í raun og veru bara að spila góðan fótbolta og sjá hvert það fleytir okkur. Auðvitað langar okkur að fara upp úr þessu, það er kannski full stórt að ætla sér að fara upp um þrjár deildir á þremur árum en vissulega er leiðinlegt að vera með ef maður ætlar bara að taka þátt. Við auðvitað förum inn í hvern einasta leik til að vinna hann" segir Davíð fullur sjálfstrausts. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner