Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   fös 12. júní 2020 23:59
Atli Arason
Davíð Smári: Alveg sama hvað menn heita eða hvað þeir hafa gert fyrir tímabilið
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja var brattur eftir 6-0 stórsigur sinna manna á Hamri í Mjólkurbikarnum í Safamýrinni fyrr í kvöld.

Kórdrengir hafa verið duglegir á leikmannamarkaðinum undanfarið og fengið marga öfluga leikmenn í liðið fyrir þetta tímabil. Davíð Smári var spurður hvort að nýju leikmennirnir taki tíma af þeim gömlu en 9 af þeim 16 leikmönnum sem komu við sögu í kvöld, voru að spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Kórdrengi. Davíð var m.a. spurður út í bekkjarsetu Magnúsar Þóris. „Maggi var pínu tæpur fyrir leikinn og við tókum enga sénsa en auðvitað er það bara þannig að það gengur heilt yfir alla, menn sem standa sig þeir þurfa ekki að fara á bekkinn." segir Davíð og bætir við að Kórdrengir eru með stóran og breiðan hóp í sumar og barátta um öll sæti í liðinu verður mikil. „Það verður bara hörku hörku barátta fyrir alla í liðinu alveg sama hvað þeir heita eða hvað þeir hafa gert fyrir tímabilið. Þetta snýst um þetta tímabil."

Aðspurður um markmiðin fyrir sumarið 2020 segir Davíð, „Markmiðið er í raun og veru bara að spila góðan fótbolta og sjá hvert það fleytir okkur. Auðvitað langar okkur að fara upp úr þessu, það er kannski full stórt að ætla sér að fara upp um þrjár deildir á þremur árum en vissulega er leiðinlegt að vera með ef maður ætlar bara að taka þátt. Við auðvitað förum inn í hvern einasta leik til að vinna hann" segir Davíð fullur sjálfstrausts. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner