Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
banner
   lau 12. júní 2021 16:36
Victor Pálsson
Kiddi Steindórs: Ætli bóluefnið hafi ekki farið úr okkur í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson átti fínan leik fyrir lið Breiðabliks í dag sem vann Fylki 2-0 í Pepsi Max-deild karla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

Kristinn lagði upp fyrra mark Breiðabliks á Árna Vilhjálmsson en það kom eftir aðeins 40 sekúndur í seinni hálfleik.

„Þetta var mjög góður sigur, fyrri hálfleikur var svolítið lokaður og við vorum ekki að finna lausnir á þeirra þétta varnarleik en þetta losnaði í seinni hálfleik og það var gott að fá mark strax. Eftir það vorum við með þetta og hefðum getað sett fleiri," sagði Kristinn.

„Ég hef þekkt Árna lengi og ég vissi að þegar ég tók boltann með mér að þeir myndu sennilega færa sig yfir í þá átt og ég gæti ég sett hann til baka á Árna sem væri einn í gegn."

„Að fá mark er högg fyrir þá og gefur okkur sjálfstraust og ætli Janssen bóluefnið hafi ekki farið úr okkur í hálfleik og við vorum aðeins sprækari."

Kristinn hefur verið að koma sterkur inn í lið Breiðabliks og er ánægður á þeim stað sem hann er á í dag.

„Þetta er mitt lið og auðvitað er maður í þessu til að fá að spila og vera í byrjunarliðinu. Ef ég lendi í því að vera á bekknum þá ætla ég ekki að kvarta, ég veit að ef ég spila minn leik þá geri ég tilkall og fæ að spila."
Athugasemdir