Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   lau 12. júní 2021 16:36
Victor Pálsson
Kiddi Steindórs: Ætli bóluefnið hafi ekki farið úr okkur í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson átti fínan leik fyrir lið Breiðabliks í dag sem vann Fylki 2-0 í Pepsi Max-deild karla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

Kristinn lagði upp fyrra mark Breiðabliks á Árna Vilhjálmsson en það kom eftir aðeins 40 sekúndur í seinni hálfleik.

„Þetta var mjög góður sigur, fyrri hálfleikur var svolítið lokaður og við vorum ekki að finna lausnir á þeirra þétta varnarleik en þetta losnaði í seinni hálfleik og það var gott að fá mark strax. Eftir það vorum við með þetta og hefðum getað sett fleiri," sagði Kristinn.

„Ég hef þekkt Árna lengi og ég vissi að þegar ég tók boltann með mér að þeir myndu sennilega færa sig yfir í þá átt og ég gæti ég sett hann til baka á Árna sem væri einn í gegn."

„Að fá mark er högg fyrir þá og gefur okkur sjálfstraust og ætli Janssen bóluefnið hafi ekki farið úr okkur í hálfleik og við vorum aðeins sprækari."

Kristinn hefur verið að koma sterkur inn í lið Breiðabliks og er ánægður á þeim stað sem hann er á í dag.

„Þetta er mitt lið og auðvitað er maður í þessu til að fá að spila og vera í byrjunarliðinu. Ef ég lendi í því að vera á bekknum þá ætla ég ekki að kvarta, ég veit að ef ég spila minn leik þá geri ég tilkall og fæ að spila."
Athugasemdir
banner