Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 12. júní 2021 16:36
Victor Pálsson
Kiddi Steindórs: Ætli bóluefnið hafi ekki farið úr okkur í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson átti fínan leik fyrir lið Breiðabliks í dag sem vann Fylki 2-0 í Pepsi Max-deild karla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

Kristinn lagði upp fyrra mark Breiðabliks á Árna Vilhjálmsson en það kom eftir aðeins 40 sekúndur í seinni hálfleik.

„Þetta var mjög góður sigur, fyrri hálfleikur var svolítið lokaður og við vorum ekki að finna lausnir á þeirra þétta varnarleik en þetta losnaði í seinni hálfleik og það var gott að fá mark strax. Eftir það vorum við með þetta og hefðum getað sett fleiri," sagði Kristinn.

„Ég hef þekkt Árna lengi og ég vissi að þegar ég tók boltann með mér að þeir myndu sennilega færa sig yfir í þá átt og ég gæti ég sett hann til baka á Árna sem væri einn í gegn."

„Að fá mark er högg fyrir þá og gefur okkur sjálfstraust og ætli Janssen bóluefnið hafi ekki farið úr okkur í hálfleik og við vorum aðeins sprækari."

Kristinn hefur verið að koma sterkur inn í lið Breiðabliks og er ánægður á þeim stað sem hann er á í dag.

„Þetta er mitt lið og auðvitað er maður í þessu til að fá að spila og vera í byrjunarliðinu. Ef ég lendi í því að vera á bekknum þá ætla ég ekki að kvarta, ég veit að ef ég spila minn leik þá geri ég tilkall og fæ að spila."
Athugasemdir
banner
banner