Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 12. júní 2021 16:36
Victor Pálsson
Kiddi Steindórs: Ætli bóluefnið hafi ekki farið úr okkur í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson átti fínan leik fyrir lið Breiðabliks í dag sem vann Fylki 2-0 í Pepsi Max-deild karla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

Kristinn lagði upp fyrra mark Breiðabliks á Árna Vilhjálmsson en það kom eftir aðeins 40 sekúndur í seinni hálfleik.

„Þetta var mjög góður sigur, fyrri hálfleikur var svolítið lokaður og við vorum ekki að finna lausnir á þeirra þétta varnarleik en þetta losnaði í seinni hálfleik og það var gott að fá mark strax. Eftir það vorum við með þetta og hefðum getað sett fleiri," sagði Kristinn.

„Ég hef þekkt Árna lengi og ég vissi að þegar ég tók boltann með mér að þeir myndu sennilega færa sig yfir í þá átt og ég gæti ég sett hann til baka á Árna sem væri einn í gegn."

„Að fá mark er högg fyrir þá og gefur okkur sjálfstraust og ætli Janssen bóluefnið hafi ekki farið úr okkur í hálfleik og við vorum aðeins sprækari."

Kristinn hefur verið að koma sterkur inn í lið Breiðabliks og er ánægður á þeim stað sem hann er á í dag.

„Þetta er mitt lið og auðvitað er maður í þessu til að fá að spila og vera í byrjunarliðinu. Ef ég lendi í því að vera á bekknum þá ætla ég ekki að kvarta, ég veit að ef ég spila minn leik þá geri ég tilkall og fæ að spila."
Athugasemdir
banner
banner