Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 12. júní 2021 16:29
Victor Pálsson
Óskar Hrafn: Sigur í dag gerir lítið ef við erum ekki klárir á miðvikudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með seinni hálfleik hans manna í dag í leik gegn Fylki í Pepsi Max-deild karla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

Fyrri hálfleikurinn var ekki sá besti að sögn Óskars en fyrsta markið kom eftir 40 sekúndur í seinni hálfleik þegar Árni Vilhjálmsson skoraði.

Viktor Karl Einarsson bætti svo við öðru marki Blika í leik sem lyfti liðinu upp í fjórða sæti deildarinnar.

„Fyrri hálfleikurinn var heldur hægur og bar þess merki að menn voru búnir að vera í langri pásu frá leikjum en mér fannst seinni hálfleikurinn vera virkilega flottur og þrjú stig. Fylkisliðið er mjög áhugavert og sérstakt og skemmtilegt þannig við erum ánægðir með þennan sigur," sagði Óskar.

Það hjálpaði mikið að ná forystunni svo snemma í seinni hálfleik að sögn Óskars sem var í heildina litið mjög ánægður með frammistöðuna eftir leikhlé.

„Það gerir það kannski að verkum að Fylkismenn þurfa að fara ofar með þeim afleiðingum að það opnast svolítið. Við höfum verið ágætir í að nýta okkur það og gerðum það vel. Fyrri hálfleikurinn einkenndis af taktleysi og því að menn voru ryðgaðir en seinni hálfleikurinn var góður."

Blikar höfðu verið í löngu fríi fyrir viðureign dagsins en næsti leikur liðsins er gegn Val á miðvikudag.

„Við erum með góðan og breiðan hóp og fullt af möguleikum. Við kvörtum ekki yfir því og nú kemur leikur gegn Val á miðvikudag, gríðarlega erfitt verkefni. Sigur í dag gerir lítið ef við verðum ekki klárir á miðvikudaginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner