Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
banner
   lau 12. júní 2021 16:29
Victor Pálsson
Óskar Hrafn: Sigur í dag gerir lítið ef við erum ekki klárir á miðvikudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með seinni hálfleik hans manna í dag í leik gegn Fylki í Pepsi Max-deild karla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

Fyrri hálfleikurinn var ekki sá besti að sögn Óskars en fyrsta markið kom eftir 40 sekúndur í seinni hálfleik þegar Árni Vilhjálmsson skoraði.

Viktor Karl Einarsson bætti svo við öðru marki Blika í leik sem lyfti liðinu upp í fjórða sæti deildarinnar.

„Fyrri hálfleikurinn var heldur hægur og bar þess merki að menn voru búnir að vera í langri pásu frá leikjum en mér fannst seinni hálfleikurinn vera virkilega flottur og þrjú stig. Fylkisliðið er mjög áhugavert og sérstakt og skemmtilegt þannig við erum ánægðir með þennan sigur," sagði Óskar.

Það hjálpaði mikið að ná forystunni svo snemma í seinni hálfleik að sögn Óskars sem var í heildina litið mjög ánægður með frammistöðuna eftir leikhlé.

„Það gerir það kannski að verkum að Fylkismenn þurfa að fara ofar með þeim afleiðingum að það opnast svolítið. Við höfum verið ágætir í að nýta okkur það og gerðum það vel. Fyrri hálfleikurinn einkenndis af taktleysi og því að menn voru ryðgaðir en seinni hálfleikurinn var góður."

Blikar höfðu verið í löngu fríi fyrir viðureign dagsins en næsti leikur liðsins er gegn Val á miðvikudag.

„Við erum með góðan og breiðan hóp og fullt af möguleikum. Við kvörtum ekki yfir því og nú kemur leikur gegn Val á miðvikudag, gríðarlega erfitt verkefni. Sigur í dag gerir lítið ef við verðum ekki klárir á miðvikudaginn."
Athugasemdir
banner