Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
   lau 12. júní 2021 16:29
Victor Pálsson
Óskar Hrafn: Sigur í dag gerir lítið ef við erum ekki klárir á miðvikudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með seinni hálfleik hans manna í dag í leik gegn Fylki í Pepsi Max-deild karla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

Fyrri hálfleikurinn var ekki sá besti að sögn Óskars en fyrsta markið kom eftir 40 sekúndur í seinni hálfleik þegar Árni Vilhjálmsson skoraði.

Viktor Karl Einarsson bætti svo við öðru marki Blika í leik sem lyfti liðinu upp í fjórða sæti deildarinnar.

„Fyrri hálfleikurinn var heldur hægur og bar þess merki að menn voru búnir að vera í langri pásu frá leikjum en mér fannst seinni hálfleikurinn vera virkilega flottur og þrjú stig. Fylkisliðið er mjög áhugavert og sérstakt og skemmtilegt þannig við erum ánægðir með þennan sigur," sagði Óskar.

Það hjálpaði mikið að ná forystunni svo snemma í seinni hálfleik að sögn Óskars sem var í heildina litið mjög ánægður með frammistöðuna eftir leikhlé.

„Það gerir það kannski að verkum að Fylkismenn þurfa að fara ofar með þeim afleiðingum að það opnast svolítið. Við höfum verið ágætir í að nýta okkur það og gerðum það vel. Fyrri hálfleikurinn einkenndis af taktleysi og því að menn voru ryðgaðir en seinni hálfleikurinn var góður."

Blikar höfðu verið í löngu fríi fyrir viðureign dagsins en næsti leikur liðsins er gegn Val á miðvikudag.

„Við erum með góðan og breiðan hóp og fullt af möguleikum. Við kvörtum ekki yfir því og nú kemur leikur gegn Val á miðvikudag, gríðarlega erfitt verkefni. Sigur í dag gerir lítið ef við verðum ekki klárir á miðvikudaginn."
Athugasemdir
banner