Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   lau 12. júní 2021 16:29
Victor Pálsson
Óskar Hrafn: Sigur í dag gerir lítið ef við erum ekki klárir á miðvikudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með seinni hálfleik hans manna í dag í leik gegn Fylki í Pepsi Max-deild karla.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

Fyrri hálfleikurinn var ekki sá besti að sögn Óskars en fyrsta markið kom eftir 40 sekúndur í seinni hálfleik þegar Árni Vilhjálmsson skoraði.

Viktor Karl Einarsson bætti svo við öðru marki Blika í leik sem lyfti liðinu upp í fjórða sæti deildarinnar.

„Fyrri hálfleikurinn var heldur hægur og bar þess merki að menn voru búnir að vera í langri pásu frá leikjum en mér fannst seinni hálfleikurinn vera virkilega flottur og þrjú stig. Fylkisliðið er mjög áhugavert og sérstakt og skemmtilegt þannig við erum ánægðir með þennan sigur," sagði Óskar.

Það hjálpaði mikið að ná forystunni svo snemma í seinni hálfleik að sögn Óskars sem var í heildina litið mjög ánægður með frammistöðuna eftir leikhlé.

„Það gerir það kannski að verkum að Fylkismenn þurfa að fara ofar með þeim afleiðingum að það opnast svolítið. Við höfum verið ágætir í að nýta okkur það og gerðum það vel. Fyrri hálfleikurinn einkenndis af taktleysi og því að menn voru ryðgaðir en seinni hálfleikurinn var góður."

Blikar höfðu verið í löngu fríi fyrir viðureign dagsins en næsti leikur liðsins er gegn Val á miðvikudag.

„Við erum með góðan og breiðan hóp og fullt af möguleikum. Við kvörtum ekki yfir því og nú kemur leikur gegn Val á miðvikudag, gríðarlega erfitt verkefni. Sigur í dag gerir lítið ef við verðum ekki klárir á miðvikudaginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner