Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 12. júní 2022 18:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju skiptir þessi Þjóðadeild svona miklu máli fyrir okkur?
Strákarnir okkar mæta Ísrael á morgun.
Strákarnir okkar mæta Ísrael á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað gegn Albaníu á dögunum.
Marki fagnað gegn Albaníu á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska liðsins.
Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikilvægur leikur á morgun.
Það er mikilvægur leikur á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjóðadeildin var sett á laggirnar fyrir fjórum árum síðan og var markmiðið með henni aða fækka vináttulandsleikjum, hafa fleiri 'alvöru' fótboltaleiki.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, hefur talað um það á fréttamannafundum að leikirnir í Þjóðadeildinni séu mikilvægir fyrir okkar lið.

Þá vakna örugglega upp spurningar af hverju þessir leikir eru svona mikilvægir?

Jú, þessi keppni er nefnilega tengd inn í undankeppni EM og HM. Núverandi Þjóðadeild mun tengjast inn í undankeppni EM sem hefst á næsta ári.

Það er þannig í undankeppni EM að tvö efstu liðin í riðlinum fara á mótið en svo ráðast hin sætin á árangri í Þjóðadeildinni.

Ísland spilar núna í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa fallið úr A-deildinni, og er reglan sú að liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni þau tryggja sér þáttökurétt í umspilinu fyrir Evrópumótið.

Segjum sem svo að ef við vinnum okkar riðil í B-deildinni, þá tryggjum við okkur sæti í A-deild fyrir næstu Þjóðadeild og tryggjum okkur um leið sæti í umspilinu fyrir EM 2024 - sama hvar við lendum í undankeppninni. Ef við lendum ekki í efstu tveimur sætunum í riðli okkar í undankeppninni, þá munum við fara í umspil við önnur lið í B-deild Þjóðadeildarinnar um sæti í lokakeppni EM.

Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að standa okkur vel í Þjóðadeildinni.

Mikilvægur leikur á morgun
Á morgun spilar Ísland við Ísrael í þriðja leik sínum í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Auk þessara liða er Albanía í sama riðli, Rússland átti að vera með í riðlinum en hefur verið bannað þátttöku í keppnum á vegum UEFA og FIFA. Rússar enda því sjálfkrafa í neðsta sæti og falla í C-deild.

Ísland berst við Ísrael og Albaníu um að vinna riðilinn. Fyrir leikinn á morgun er Ísrael með fjögur stig, Ísland með tvö stig og Albanía með eitt stig. Ef við töpum á morgun þá erum við úr leik, eigum ekki möguleika á því að fara áfram og missum þar með af öruggu sæti í umspilinu fyrir EM.

Fórum í umspilið fyrir EM 2021 í gegnum Þjóðadeildina
Íslenska liðið endaði í þriðja sæti í riðli sínum í undankeppninni fyrir EM 2020, sem fór svo fram 2021 vegna kórónuveirufaraldursins.

Við komumst þá í umspilið vegna árangurs í Þjóðadeildinni. Árangurinn var nú reyndar ekki góður og töpuðum við öllum leikjunum, en við vorum í A-deild og það skipti máli. Það fór þannig að öll liðin sem voru í A-deild Þjóðadeildarinnar komust beint á mótið í gegnum undankeppnina og því sat Ísland eina liðið eftir úr A-deildinni.

Þau lið sem tryggja sér sæti í gegnum undankeppni EM fara ekki í umspilið. Þá tekur næsta lið úr sömu deild Þjóðadeildarinnar við og ef ekki næst að finna fjögur lið sem ekki er þegar komið með sæti á EM í einhverri deild, þá er tekið upp á því að leita niður í næstu deild til að fylla upp í.

Frekar flókið allt saman en það er langbest fyrir okkur að reyna ná sem bestum árangri í Þjóðadeildinni og sjá svo hvað gerist. Það gæti skilað okkur miklu á endanum.

Í undankeppni EM 2020 gerðist það að átta af tólf liðum úr B-deild Þjóðadeildarinnar fóru beint á EM í gegnum undankeppnina. Hin fjögur liðin sem fóru ekki beint á EM, þau fóru í innbyrðis umspil um eitt sæti á mótinu. Núna er búið að fjölga liðum í A-deild og B-deild og því orðið ólíklegra að við komumst í umspilið ef við vinnum ekki okkar riðil, eða náum ekki allavega að enda í öðru sæti með góðum stigafjölda.

Það er aldrei að vita hvað gerist núna, en það er einfaldast að segja að það sé langbest fyrir okkur að vinna riðilinn og tryggja okkur öruggt sæti í umspilinu.

Undankeppni EM hefst á næsta ári en það verður dregið í riðla seinna á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner