Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 08:06
Elvar Geir Magnússon
Stones farinn að æfa að fullu eftir að hafa fengið Jón Dag á sig
Jón Dagur lenti á ökkla Stones.
Jón Dagur lenti á ökkla Stones.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski landsliðsvarnarmaðurinn John Stones tók þátt í æfingu enska landsliðsins að fullu í gær en hann meiddist á ökkla í tapinu gegn Íslandi á föstudag, eftir að Jón Dagur Þorsteinsson lenti á honum.

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands fagnar endurkomu Stones en liðið býr sig undir að mæta Serbíu í sínum fyrsta leik á EM á sunnudaginn.

Allir 26 leikmenn enska hópsins gátu æft í gær. Miðvörðurinn Stones, sem spilar fyrir Manchester City, er sérstaklega mikilvægur fyrir enska landsliðið í ljósi þess að Harry Maguire getur ekki tekið þátt í mótinu vegna kálfameiðsla.

Stones fór meiddur af velli í hálfleik í leiknum á Wembley, sem Ísland vann 1-0 eins og frægt er.

Nokkrir leikmenn enska liðsins hafa verið að glíma við meiðsli, þar á meðal Luke Shaw sem er eini náttúrulegi vinstri bakvörðurinn. Stefnan er sett á að hann geti tekið þátt í öðrum leik Englands á mótinu, leiknum gegn Danmörku þann 20. júni. Hann hefur verið á meiðslalistanum í fjóra mánuði.

Bukayo Saka var með á æfingunni í gær að fullu en hann er nýkominn úr nárameiðslum. Saka er lykilmaður í sóknarleik enska liðsins og er fyrsti kostur á hægri vænginn.
Athugasemdir
banner
banner