
„Að fá að vera á hliðarlínunni og segja 'Áfram Ísland' við dætur landsins er mesti heiður sem kvenforseti getur fengið," segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, en hún og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, eru mætt til Sviss til að styðja íslenska kvennalandsliðið sem mætir Finnlandi í fyrsta leik riðlakeppninnar í dag.
„Það er ótrúlega skemmtilegt (að vera mætt til Sviss) og ég hef óbilandi trú á liðinu. Stemningin og veðrið eru þannig að allt mun leika í lyndi, ég hef trú á því," segir Halla.
„Maður fær gæsahúð. Þetta minnir mann á þegar strákarnir fóru á Evrópukeppnina í Frakklandi 2016. Það er ekki minni stemning núna og frábært að sjá hvað er mikið af fólki að styðja stelpurnar okkar," segir Björn.
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir