Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   mið 02. júlí 2025 15:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Icelandair
EM KVK 2025
Ómar heldur hér á syni sínum og Dagnýjar.
Ómar heldur hér á syni sínum og Dagnýjar.
Mynd: Fótbolti.net - Kara Líf Ingibergsdóttir
„Það líklega erfiðasta sem ég gat mögulega valið mér að giftast henni Dagnýju," sagði Ómar Páll Sigurbjartsson, eiginmaður Dagnýjar Brynjarsdóttur, léttur er hann ræddi við Fótbolta.net fyrir leik Íslands og Finnlands á Evrópumótinu.

Dagný og Ómar eiga tvö börn saman en Dagný er núna mætt á Evrópumótið í fjórða sinn fyrir Íslands hönd.

„Við höfum gengið í gegnum ótrúleg ævintýri síðustu tíu árin, 15 árin raunverulegu. Núna eru þetta fjögur Evrópumót og Dagný hefur spilað í löndum hér og þar, síðast í Bretlandi. Í grunninn er þetta skemmtilegt," sagði Ómar.

„Ég er ótrúlega stoltur af henni Dagnýju. Ég er vissulega orðinn að ákveðnu leyti þreyttur á þessu ástandi með öll þessi börn, en að sama skapi er ég stoltur af henni og okkur sem fjölskyldu að hafa náð að koma okkur á þennan stað. Að Dagný sé komin aftur í íslenska landsliðið með rúmlega eins árs gamalt barn er ótrúlegt."

Hún eignaðist sitt annað barn í febrúar á síðasta ári og er núna mætt á EM.

„Það væri ótrúlega skemmtilegt að sjá samanburðinn á öðrum leikmönnum þessa móts, hvort við séum með marga leikmenn í sömu stöðu og Dagný Brynjarsdóttir. Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum á síðustu sjö árum, eftir að við eignuðumst fyrsta barnið okkar, er ótrúlegt," sagði Ómar og hrósaði fjölskyldunni allri.

Ómar segir að það séu bullandi hæfileikar í íslenska liðinu og núna sé kominn tími til að fara upp úr riðlinum. Við fórum síðast upp úr riðlinum 2013 og þá skoraði Dagný markið sem fleytti liðinu áfram.

Hér fyrir ofan má sjá allt viðtalið.



Athugasemdir
banner