Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 15:15
Elvar Geir Magnússon
Frágengið að David fer til Juventus
Mynd: EPA
Ítalskir fjölmiðlar segja Juventus búið að ná samkomulagi við umboðsmenn kanadíska sóknarmannsins Jonathan David.

Hann er á leið til ítalska stórliðsins Juventus frá franska félaginu Lille þar sem hann og íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson náðu virkilega vel saman.

Samningur David við Lille er runninn út og hann kemur til Juve á frjálsri sölu.

Leikmaðurinn hafði fyrir nokkru síðan náð munnlegu samkomulagi við Juve en flóknar viðræður um greiðslur til umboðsmanna hans hafa tafið málin. En nú er samkomulag í höfn.

Breytingar eru að verða á sóknarkostum Juventus. Félagið hefur áfram áhuga á Victor Osimhen og vill fá Randal Kolo Muani aftur. Framtíð Dusan Vlahovic hjá Juve er í óvissu en samningur hans rennur út eftir eitt.
Athugasemdir
banner