Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 15:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhugavert lagaval fyrir fyrsta leik Íslands á EM
Icelandair
EM KVK 2025
Frá Stockhorn Arena.
Frá Stockhorn Arena.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það er að myndast mikil og skemmtileg stemning á Stockhorn Arena í Thun þar sem Ísland hefur leik á EM í Sviss gegn Finnlandi. Um afar mikilvægan leik að ræða.

Það er búið að spila íslenska tónlist í hátalarakerfinu fyrir leik og var Ég er kominn heim auðvitað spilað við góðar undirtektir.

Lagið sem var spilað á undan því vakti hins vegar athygli fréttamanns en þá fengu áhorfendur á vellinum að heyra Eitt fyrir klúbbinn sem er stuðningsmannalag Breiðabliks. Herra Hnetusmjör flytur lagið.

Það er mikil Breiðablikstenging í landsliðinu en sex af ellefu leikmönnum í byrjunarliðinu hafa spilað fyrir Breiðablik. Landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, er jafnframt fyrrum þjálfari Blika.

Það er spurning hver valdi að þetta lag yrði spilað fyrir leik. Þó er þetta vissulega mikið stemningslag.


Athugasemdir
banner