Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Björn Steinar: Einkennin sem þjálfarinn hefur viljað sjá farin að sjást
Sigrinum í gær fagnað.
Sigrinum í gær fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð stemning á N1 vellinum í gær
Góð stemning á N1 vellinum í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábært að vera komnir í bikarúrslit, orðið svolítið síðan að Valur var í úrslitum, síðast árið 2016 fyrir níu árum. Það gefur liðum mikið að fá það tækifæri að spila þennan leik, eins og Kiddi kom inn á eftir leik, þetta er skemmtilegasti leikur ársins. Þetta er bara frábært," segir Björn Steinar Jónsson, formaður fótboltadeildar Vals, við Fótbolta.net í dag.

Valur vann í gær 3-1 sigur á Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og spilar því til úrslita í fyrsta sinn síðan 2016 þegar liðið vann 2-0 sigur á ÍBV í úrslitum.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Stjarnan

„Á sama tíma erum við búnir að vera í þéttu prógrammi og það er þétt prógramm áfram og mikilvægir leikir framundan. Núna er það bara næsti leikur, Vestri á laugardaginn, mikilvægur leikur í deildinni."

„Það var mjög ánægjulegt að sjá stemninguna í gær, búið að vera vaxandi í undanförnum leikjum, var frábær stemning líka á móti KR. Það er bara geggjað og það verður örugglega ótrúlega gaman að fara með stuðningsmönnum okkar á Laugardalsvöllinn þegar þar að kemur í ágúst."


Valur vann endurkomusigur í leiknum, lenti snemma leiks undir en var á mörgum köflum eftir það ofan á í leiknum og vann sanngjarnan sigur.

„Það er eins hjá okkur og öðrum liðum að leikir vinnast á liðsheild og frammistöðu liðsheildarinnar. Menn börðust, unnu seinni boltana í mörgum tilvikum. Það er ekki bara í þessum leik, heldur hefur verið í undanförnum leikjum, en það telur ekkert í næsta leik, það þarf að halda því áfram. Ég held að þetta séu þau einkenni sem þjálfarinn okkar hefur viljað sjá á þessu liði og sínum liðum, þau eru aðeins farin að sjást og vonandi heldur það áfram," segir Björn Steinar.
Athugasemdir
banner