Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Diarra sá dýrasti sem Sunderland hefur keypt (Staðfest)
Diarra í landsleiknum gegn Englandi.
Diarra í landsleiknum gegn Englandi.
Mynd: EPA
Sunderland hefur gengið frá kaupum á senegalska miðjumanninum Habib Diarra en hann er keyptur frá Strasbourg fyrir um 30 milljónir punda, sem er félagsmet.

Þessi 21 árs leikmaður skoraði í landsleik gegn Englandi í júní en hann hefur skrifað undir fimm ára samning við Sunderland.

Diarra lék 31 leik fyrir Strasbourg í öllum keppnum á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að ná sjöunda sæti í frönsku deildinni. Liðið krækti í Evrópusæti.

Diarra er ætlað að fylla skarð Jobe Bellingham sem seldur var til Borussia Dortmund í sumar.

„Ég er tilbúinn í þessa áskorun og get ekki beðið eftir því að spila fyrir félagið," segir Diarra en hann er annar leikmaðurinn sem Sunderland fær eftir að liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. Áður hafði félagið keypt miðjumanninn Enzo le Fee sem var hjá því á láni frá Roma á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner