Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 02. júlí 2025 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Icelandair
EM KVK 2025
Holding er í treyju merktri Sveindísi.
Holding er í treyju merktri Sveindísi.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rob Holding, varnarmaður Crystal Palace, er mættur til Sviss til að fylgjast með kærustu sinni, Sveindísi Jane Jónsdóttur, spila með íslenska liðinu.

„Ég er mjög spenntur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á Evrópumót og gaman að ég hafi náð þessu inn í dagskrána mína. Ég verð hérna í viku og næ fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni, ég mun styðja Ísland og Sveindísi," segir Holding í viðtali við Fótbolta.net.

Holding er á stuðningsmannasvæðinu að hita upp fyrir leikinn gegn Finnlandi sem fram fer í dag.

„Andrúmsloftið er mjög gott. Pabbi ferðaðist með mér og hann fékk líka treyju. Foreldarar Sveindísar komu með treyjur handa okkur," segir Holding sem er í treyju merktri Sveindísi.

Holding hefur mætt á leik með Sveindísi í Þýskalandi en þetta verður í fyrsta sinn sem hann er á staðnum þegar hún spilar landsleik.

„Ég vildi að ég væri með hennar hraða! Það hefði hjálpað mér mikið á mínum ferli. Markið sem hún skoraði í æfingaleiknum (gegn Serbíu) var ótrúlegt. Við erum mjög ólíkir leikmenn og það væri áhugavert að sjá okkur mætast sem leikmenn í einn á einn."

Holding er hjá Crystal Palace á Englandi en Sveindís gekk nýlega í raðir Angel City FC í Bandaríkjunum. Holding segir að það verði áskorun fyrir þau að vera svona langt frá hvort öðru en hann eigi sér draum um að spila í bandarísku MLS-deildinni og vonast til að geta elt hana til Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner