
Rob Holding, varnarmaður Crystal Palace, er mættur til Sviss til að fylgjast með kærustu sinni, Sveindísi Jane Jónsdóttur, spila með íslenska liðinu.
„Ég er mjög spenntur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á Evrópumót og gaman að ég hafi náð þessu inn í dagskrána mína. Ég verð hérna í viku og næ fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni, ég mun styðja Ísland og Sveindísi," segir Holding í viðtali við Fótbolta.net.
Holding er á stuðningsmannasvæðinu að hita upp fyrir leikinn gegn Finnlandi sem fram fer í dag.
„Andrúmsloftið er mjög gott. Pabbi ferðaðist með mér og hann fékk líka treyju. Foreldarar Sveindísar komu með treyjur handa okkur," segir Holding sem er í treyju merktri Sveindísi.
„Ég er mjög spenntur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á Evrópumót og gaman að ég hafi náð þessu inn í dagskrána mína. Ég verð hérna í viku og næ fyrstu tveimur leikjunum í riðlakeppninni, ég mun styðja Ísland og Sveindísi," segir Holding í viðtali við Fótbolta.net.
Holding er á stuðningsmannasvæðinu að hita upp fyrir leikinn gegn Finnlandi sem fram fer í dag.
„Andrúmsloftið er mjög gott. Pabbi ferðaðist með mér og hann fékk líka treyju. Foreldarar Sveindísar komu með treyjur handa okkur," segir Holding sem er í treyju merktri Sveindísi.
Holding hefur mætt á leik með Sveindísi í Þýskalandi en þetta verður í fyrsta sinn sem hann er á staðnum þegar hún spilar landsleik.
„Ég vildi að ég væri með hennar hraða! Það hefði hjálpað mér mikið á mínum ferli. Markið sem hún skoraði í æfingaleiknum (gegn Serbíu) var ótrúlegt. Við erum mjög ólíkir leikmenn og það væri áhugavert að sjá okkur mætast sem leikmenn í einn á einn."
Holding er hjá Crystal Palace á Englandi en Sveindís gekk nýlega í raðir Angel City FC í Bandaríkjunum. Holding segir að það verði áskorun fyrir þau að vera svona langt frá hvort öðru en hann eigi sér draum um að spila í bandarísku MLS-deildinni og vonast til að geta elt hana til Bandaríkjanna.
Athugasemdir