Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 15:52
Elvar Geir Magnússon
Fær ekki að mæta bróður sínum - „Er mjög svekktur“
Jobe Bellingham á æfingu hjá Dortmund.
Jobe Bellingham á æfingu hjá Dortmund.
Mynd: EPA
Real Madrid mætir Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum HM félagsliða á laugardagskvöld. Því miður mætast Bellingham bræður ekki í leiknum því Jobe verður í banni.

Jobe fékk gult spjald þegar Dortmund vann Monterrey í 16-liða úrslitum en hann hafði einnig fengið gult í riðlakeppninni og fær ekki að mæta Jude bróður sínum sem er hjá Real Madrid.

Agareglur HM félagsliða segja að tvær áminningar sé leikbann en gulu spjöldin eru þurrkuð út eftir 8-liða úrslitin.

„Það sáu það allir að Jobe er mjög svekktur. Hann gerði sér ekki grein fyrir því strax að hann væri á leiðinni í bann. Hann var hissa. Hann er ungur og ég er viss um þeir munu mætast í framtíðinni, framtíðin er þeirra. Kannski mætast þeir í Meistaradeildinni á næsta tímabili," segir Niko Kovac, stjóri Dortmund.
Athugasemdir
banner