Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. júlí 2020 16:09
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Gróttu og ÍA - Skotinn ekki í hóp
Það má búast við stemmningu á Seltjarnarnesinu í dag.
Það má búast við stemmningu á Seltjarnarnesinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta og ÍA mætast í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla klukkan 17:00 í dag en leikið verður á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnes.

Leikurinn er í beinni textalýsingu á Fótbolta.net. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan. Það ber helst til tíðinda að skoski framherjinn Kieran McGrath sem kom til Gróttu á lokdegi félagaskiptagluggans er búinn í sóttkví en þó ekki í leikmannahópi Gróttu. Hann var á bekk hjá 2. flokki félagsins á föstudgskvöldið en kom inná á 58. mínútu og skoraði mark.

Grótta vann 0 - 3 útisigur á Fjölni í síðustu umferð og frá þeim leik gerir Ágúst Gylfason eina breytingu. Axel Freyr Harðarson kemur inn fyrir Axel Sigurðarson sem sest á bekkinn.

ÍA gerði 2 - 2 jafntefli við HK í síðustu umferð. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari liðsins gerir tvær breytingar frá þeim leik. Bjarki Steinn Bjarkason og Steinar Þorsteinsson sem þurftu að fara af velli í síðasta leik eru ekki í hóp og í þeirra stað koma Brynjar Snær Pálsson og Gísli Laxdal Unnarsson inn í byrjunarliðið.

Byrjunarlið Gróttu:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Arnar Þór Helgason
3. Bjarki Leósson
6. Sigurvin Reynisson (f)
7. Pétur Theódór Árnason
10. Kristófer Orri Pétursson
15. Halldór Kristján Baldursson
19. Axel Freyr Harðarson
20. Karl Friðleifur Gunnarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson
4. Aron Kristófer Lárusson
7. Sindri Snær Magnússon
8. Hallur Flosason
9. Viktor Jónsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
16. Brynjar Snær Pálsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Stefán Teitur Þórðarson
93. Marcus Johansson

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner
banner