Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Krasnodar komst upp fyrir CSKA Moskvu
Hörður Björgvin spilaði allan leikinn fyrir CSKA.
Hörður Björgvin spilaði allan leikinn fyrir CSKA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA Mosvku sem gerði 1-1 jafntefli gegn Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni.

Íslendingaliðið hefur verið á miklu skriði að undanförnu og hafði liðið unnið þrjá leiki í röð með markatöluna 10:0 í leikjunum þremur fyrir leikinn í dag.

Sigurgangan var stöðvuð á heimavelli þar sem Kazan jafnaði úr vítaspyrnu á 88. mínútu eftir að CSKA hafði komist yfir á 62. mínútu. Hörður spilaði allan leikinn en Arnór var tekinn af velli stuttu eftir að CSKA komst yfir.

CSKA er dottið niður í fjórða sæti deildarinnar eftir 3-0 sigur Íslendingalið Krasnodar gegn Ural á heimavelli í leik sem var að klárast. Jón Guðni Fjóluson var allan tímann á bekknum hjá Krasnodar sem er í þriðja sæti og með einu stigi meira en CSKA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner