Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. júlí 2021 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan Henry: Óskar Hrafn hefur líka þroskast
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, barst í tal í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

KR-ingarnir Kjartan Henry Finnbogason og Theódór Elmar Bjarnason voru gestir í þættinum. Tómas Þór Þórðarson spurði Kjartan Henry út í klippu sem má finna á Youtube.

Í myndskeiðinu fer Óskar Hrafn Þorvaldsson á kostum sem sérfræðingur um íslenska boltann. Það var fyrir um tíu árum síðan.

„Fyrir hreina tilviljun var ég að skoða... 'Youtube-feedið' mitt sendi mér um daginn 'best of Óskar Hrafn Þorvaldsson 2011' - langar mig að segja, þegar hann var í íslensku mörkunum. Þar var hann að segja þér að fara að þroskast þar sem þú varst orðinn pabbi og svona. Ég veit það ekki, þroskaðist þú?" spurði Tómas Þór viðmælanda sinn, Kjartan Henry sem er með mikið sigurhugarfar og gerir mikið til að vinna.

„Jájá, hvað er þetta? Þetta eru bara 90 mínútur inn á vellinum og svo er maður bara rólegur eins og þú sérð hér," svaraði Kjartan Henry.

„Óskar þjálfaði mig í KR, tók mig úr 3. flokk á yngra ári upp í 2. flokk. Hann var með mig þar og svo þegar ég kom upp í meistaraflokk, þar var Willum Þór. Þetta eru tveir þroskaðir menn á þeim tíma... Er ekki sagt að börnin læri það sem fyrir þeim er haft? Núna getum við sagt að Rúnar (Kristinsson) sé algjör andstæða við það."

„Óskar hefur líka þroskast hef ég séð. Hann er orðinn mjög rólegur. Rólegri en hann var, bæði sem leikmaður og þjálfari 2. flokks KR á sínum tíma. Svo fór hann að segja mér að ég ætti að þroskast, en það er önnur saga."

„Það er eiginlega regla að mestu fávitarnir inn á vellinum eru mestu öðlingarnir fyrir utan hann," sagði Theódór Elmar Bjarnason sem var einnig í þættinum en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.


Útvarpsþátturinn - EM Hjammi, Theodór Elmar og Kjartan Henry
Athugasemdir
banner