Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mán 12. júlí 2021 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Gott fyrir móralinn, sjálfstraustið, hópinn, félagið og Ísland
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar og aðstoðarþjálfarinn Halldór Árnason.
Óskar og aðstoðarþjálfarinn Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttaritari Fótbolta.net mætti á Kópavogsvöll í gær fyrir æfingu Breiðabliks. Tilefnið er Evrópuverkefni liðsins gegn Racing Union frá Lúxemborg. Liðin eru að mætast í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. Breiðablik vann 3-2 sigur ytra síðasta fimmtudag eftir að hafa lent 0-2 undir. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli á fimmtudag.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, svaraði nokkrum spurningum um einvígið.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.

„Ég var í raun og veru mjög sáttur með spilamennskuna í leiknum. Mér fannst við stjórna leiknum að stærstum hluta. Við byrjuðum mjög vel og þeir í raun og veru skora með fyrsta skotinu á markið. Síðan tók við kafli þar sem þeir nýttu sér að hafa skorað og voru eilítið meira með botlann heldur en við fram að 2-0."

„Eftir það fannst mér í raun eitt lið á vellinum og mér fannst við vera sterkir. Þetta lúxemborgska lið er gott, það er skipað góðum einstaklingum, eru með mikið af Frökkum sem eru með ágætis feril. Það að hafa klárað þennan leike eftir að hafa lent 2-0 undir er sterkt og gott að sjá að menn missa aldrei trúna, þeir fylgja planinu og eru trúir því sem þeir leggja upp með í byrjun. Það var raunin á fimmtudaginn,"
sagði Óskar.

Hverju breytir það að þið náið að koma inn sigurmarki í þessum fyrri leik?

„Það að vinna Evrópuleik er stórt, það er alls ekki sjálfgefið, það er gott fyrir móralinn, gott fyrir sjálfstraustið, gott fyrir hópinn, gott fyrir félagið og gott fyrir Ísland. Það er í raun og veru gott að öllu leyti að við höfum náð þessum sigri. Alveg eins og það var gott að FH vann Sligo Rovers og maður hefði bara viljað sjá Stjörnunni vinna Bohemians. Valsmenn eru svo auðvitað í sínu mjög erfiða verkefni, það er mikill sómi af hvernig þeir enduðu þann leik."

„Ég held það sé mikilvægt sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur verið að íslensk félagslið skrapi botninn á evrópskum fótbolta."


Þið eruð ekkert að fara inn í leikinn og í það að verja þessa eins marks forystu eða hvað?

„Nei, við kunnum það í raun og veru ekki. Við munum reyna að fara út á fullri ferð, taka frumkvæðið. Við erum á heimavelli, velli sem okkur líður vel og það eina sem er í stöðunni er bara að taka leikinn til þeirra, taka frumkvæðið strax og keyra upp hraðann."

„Þeir eru komnir á seinni hlutann á undirbúningstímabilinu sínu og eru kannski ekki komnir í þá leikæfingu sem þeir hefðu viljað. Það er okkar að gefa þeim ekki tækifæri til að ná einhverju frumkvæði, við þurfum að vera með það og það er þannig sem við munum nálgast leikinn,"
sagði Óskar.
Athugasemdir
banner
banner
banner