Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 12. ágúst 2019 12:05
Fótbolti.net
„Hámark niðurlægingarinnar fyrir leikmann"
Bjarki Steinn Bjarkason.
Bjarki Steinn Bjarkason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn nítján ára Bjarki Steinn Bjarkason var tekinn af velli í fyrri hálfleik þegar ÍA tapaði fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í gær.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, bað leikmanninn unga afsökunar á þessari ákvörðun eftir leikinn. Rætt var um ákvörðunina í nýjasta Innkastinu

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Viðtalið við Jóa Kalla á Vísi var athyglisvert. Hann bað Bjarka Stein afsökunar. Bjarki var tekinn af velli á 42. mínútu. Þegar það er ekki komið rautt spjald í leikinn og er það hámark niðurlægingarinnar fyrir leikmann að vera tekinn af velli í fyrri hálfleik og hann ekki meiddur," segir Gunnar Birgisson.

Í viðtalinu við Vísi sagði Jóhannes Karl að ekki væri annað hægt en að biðja Bjarka afsökunar á því að hafa verið fórnarlamb þess að ÍA breytti um skipulag.

„Jói Kalli lagði leikinn þannig upp að ÍA byrjaði í 4-3-3 en ekki í sínu hefðbundna 5-3-2. Með þessu ætlaði hann að pressa Blikana og gefa þeim ekki tíma í uppspilið sitt. Hann viðurkenndi að það klikkaði og tekur Bjarka Stein út af, Bjarki verður fórnarlamb breytinga. Ég skil ekki af hverju Jói gerði þetta ekki bara í hálfleik. Þetta er ótrúlega niðurlægjandi," segir Gunnar.

„Jói Kalli biður hann allavega afsökunar og það gerir hann mann að meiri að viðurkenna mistökin."

Í Innkastinu var rætt um að Bjarki hefur öðruvísi eiginleika en flestir leikmenn Skagamanna. Magnús Már Einarsson er undrandi á því að hann hafi ekki fengið meiri spiltíma.

„Bjarki vill mikið fá boltann í fætur og getur búið mikið til. Ég hefði viljað sjá hann fá fleiri tækifæri miðað við hversu vel hann spilaði í vor. Hann er mjög hæfileikaríkur og getur búið til mikið úr litlu. Maður hefði haldið að þegar sóknarleikurinn hefur gengið illa hjá þeim hefði hann átt að fá fleiri mínútur. Leiðinlegt fyrir hann að lenda í því að vera tekinn af velli í fyrri hálfleik í fyrsta byrjunarliðsleiknum í nokkurn tíma," segir Magnús.


Innkastið - Gufurugluð Pepsi Max-deild
Athugasemdir
banner
banner
banner