Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. ágúst 2020 17:05
Elvar Geir Magnússon
Ólsarar losna úr sóttkví á miðnætti - Spila á laugardag
Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Ólsara, getur ekki beðið eftir að losna úr sóttkví.
Þorsteinn Haukur Harðarson, framkvæmdastjóri Ólsara, getur ekki beðið eftir að losna úr sóttkví.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmannahópur og starfslið Víkings í Ólafsvík losnar úr sóttkví á miðnætti í kvöld. Hópurinn hefur verið í sóttkví í tvær vikur eftir að smit kom upp hjá einum aðila í leikmannahópnum.

Öll sýni sem tekin voru af mönnum reyndust neikvæð og Ólsarar geta því búið sig undir að hefja leik í Lengjudeildinni að nýju á laugardaginn þegar Þróttur kemur í heimsókn.

Þar sem Íslandsmótinu var frestað þá eru Ólsarar búnir með átta leiki í Lengjudeildinni eins og önnur lið. Þeir sitja í níunda sæti en Guðjón Þórðarson tók við stjórnartaumunum eftir sex umferðir.

föstudagur 14. ágúst
18:00 Fram-ÍBV (Framvöllur)

laugardagur 15. ágúst
13:45 Afturelding-Vestri (Fagverksvöllurinn Varmá)
14:00 Leiknir F.-Grindavík (Fjarðabyggðarhöllin)
16:00 Leiknir R.-Þór (Domusnovavöllurinn)
16:00 Magni-Keflavík (Grenivíkurvöllur)
18:00 Víkingur Ó.-Þróttur R. (Ólafsvíkurvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner