Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   fös 12. ágúst 2022 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meðaldurinn í liðinu um 16 ár - „Hrikalega stolt af mínum stelpum"
Kvenaboltinn
Hilmar Þór og Kristrún Lilja, þjálfarar Augnabliks.
Hilmar Þór og Kristrún Lilja, þjálfarar Augnabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega stolt af mínum stelpum," sagði Kristrún Lilja Daðadóttir, þjálfari Augnabliks, eftir naumt tap gegn toppliði FH í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Augnablik

Í liði Augnabliks eru ungar Blikastelpur sem gáfu toppliðinu alvöru leik í Kaplakrika. Þær gáfu ekkert eftir.

„Með smá heppni hefðum við alveg getað fengið eitt stig eða meira úr þessum leik. Við erum að spila meira varnarlega, en þetta er efsta lið deildarinnar. Ég er hrikalega stolt af mínum stelpum og vinnuseminni."

Augnablik fékk dauðafæri snemma leiks til að skora. „Það hefði verið geggjað. Þetta er þvílík reynsla fyrir þessar stelpur. Vinnusemin og sjálftraustið í mínu liði er frábært."

Meðalaldurinn í liði Augnabliks er rúmlega 16 ár sem er stórmerkilegt.

„Það er frábært að vinna með svona liði; þær eru svo áhugasamar og viljugar til læra. Þær leggja sig svo mikið fram og gefa allt í þetta. Það eru forréttindi að vera með þessum hóp."

Í viðtalinu hér að ofan er Kristrún spurð út í síðustu leiki tímabilsins en Augnablik er langt fyrir ofan fallsvæðið og allar líkur á því að þetta unga lið verði áfram í næst efstu deild á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner