mán 12. ágúst 2024 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 16. umferð - Með töfra í fótunum
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, leikmaður Breiðabliks.
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafnhildur Ása er afar efnilegur leikmaður.
Hrafnhildur Ása er afar efnilegur leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir úr Breiðabliki er sterkasti leikmaður 16. umferðar í Bestu deild kvenna. Hún átti stórkostlegan leik þegar Blikar unnu 4-2 sigur gegn Þór/KA á Kópavogsvelli.

„Þessi 17 ára gamli sóknarsinnaði miðjumaður á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Skoraði draumamark og kemur að öðrum líka. Sendingin hennar í fjórða markinu er algjört konfekt og dæmi um þau gæði sem hún býr yfir. Með töfra í fótunum," skrifaði undirritaður í skýrslu sinni frá leiknum.

Hrafnhildur Ása hefur verið að fá stærra hlutverk í Blikaliðinu eftir því sem hefur liðið á sumarið.

„Ása er að verða betri með hverjum leiknum. Hún er að fá meira sjálfstraust," sagði Nik Chamberlain eftir leikinn en Hrafnhildur Ása skoraði eitt og kom að tveimur öðrum í leiknum.

„Sendingin hennar í fjórða markinu var stórkostleg. Það eru ekki margir leikmenn sem ég hef þjálfað geta þetta en hún er ein þeirra. Hún átti mjög góðan leik."

Markið sem hún skoraði var stórglæsilegt.

„Ég held að þeim hafi ekki liðið rosa vel fyrr en þetta draumamark kemur (þriðja markið). Það rotaði okkur meira en við eigum að leyfa að gerast," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir leikinn en mörkin má sjá hér fyrir neðan.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Blika sem eru núna einu stigi frá toppliði Vals.

Sterkastar í fyrri umferðum:
15. umferð - Katie Cousins (Valur)
14. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
13. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Víkingur R.)
12. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
11. umferð - Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
10. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
9. umferð - Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
8. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
7. umferð - Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur)
6. umferð - Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
5. umferð - Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
4. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
3. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
2. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
1. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)


Athugasemdir
banner