Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga, var nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna, þrátt fyrir tap gegn Þór.
Gunnar var ánægður með baráttuna í sínum mönnum, en hann segir að Þór sé bara aðeins betri en Selfoss í augnablikinu.
Gunnar var ánægður með baráttuna í sínum mönnum, en hann segir að Þór sé bara aðeins betri en Selfoss í augnablikinu.
"Mér fannst þetta bara ágætis leikur, mikil barátta og ágætis færi hjá báðum liðum. Ég er bara nokkuð sáttur með strákanna, en þetta er bara munurinn á liðunum þeir eru bara aðeins betri en við," sagði Gunnar eftir leikinn.
"Við mögulega getum hækkað okkur um eitt sæti og Þróttur er að berjast fyrir sæti í efstu deild, en við förum að sjálfsögðu inn í þann leik til þess að gera eitthvað af viti."
Gunnar tók tímabundið við Selfoss liðinu fyrr í sumar og hann býst við því að leikurinn gegn Þrótti verði hans síðasti með liðið.
Ég klára bara þetta verkefni og þetta verður allavegna síðasti leikurinn á þessu tímabili, og jú ég reikna með því að það verði minn síðasti leikur."
Athugasemdir