Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. september 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Angelino til Leipzig (Staðfest) - Buðu 20 milljónir í Sorloth
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þýska félagið RB Leipzig er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir leiktíðina sem er komin í gang.

Í dag hafði Leipzig betur gegn Nürnberg í þýska bikarnum og er næsti leikur liðsins á heimavelli gegn Mainz næsta sunnudag.

Leipzig staðfesti á dögunum nýjan lánssamning vinstri bakvarðarins Angelino sem kemur frá Manchester City. Angelino er 23 ára og spilaði 17 leiki að láni hjá Leipzig á síðari hluta síðasta tímabils.

Hann er búinn að skrifa undir eins árs lánssamning og hefur Leipzig mikinn áhuga á að festa kaup á honum.

Þá er þýska félagið við það að ganga frá kaupum á norska sóknarmanninum Alexander Sörloth, sem var markahæsti leikmaður tyrknesku deildarinnar í fyrra.

Trabzonspor er búið að staðfesta opinbert tilboð frá Leipzig sem hljóðar uppá rúmlega 20 milljónir evra samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum.

Þýskir fjölmiðlar segja að Sörloth sé búinn að ná samkomulagi við Leipzig um samningsmál, þar sem hann mun fá fimm ára samning með 70 milljón evra söluákvæði.

Sörloth er 24 ára og skoraði í heildina 33 mörk í 49 leikjum hjá Trabzonspor á síðustu leiktíð, auk þess að vera búinn að setja 6 mörk í síðustu 7 landsleikjum með Noregi.
Athugasemdir
banner
banner