Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. september 2020 13:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær staðfestir að Maguire verður áfram fyrirliði
Áfram fyrirliði.
Áfram fyrirliði.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Harry Maguire verði áfram fyrirliði liðsins.

Maguire lenti í vandræðum í sumarfríi sínu í Grikklandi. Hann var handtekinn og fékk hann skilorðsbundinn dóm fyrir það að ráðast á lögreglumenn.

Maguire heldur fram sakleysi sínu og er að vinna í því að áfrýja dómnum.

„Hann verður áfram fyrirliði okkar. Hann tókst mjög vel á við þetta og ég er hérna til að styðja hann. Hann er frábær manneskja," sagði Solskjær við sjónvarpsstöð Man Utd.

Lögfræðiteymi Maguire hélt því fram við réttarhöldin í síðasta mánuði að systir Magurie hafi verið byrlað ólyfjan af tveimur albönskum mönnum, hún hafi fallið í yfirlið og í kjölfarið hafi átt sér stað slagsmál. Óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi svo skorist í leikinn, en Maguire sagði í sjónvarpsviðtali fyrir stuttu að hann skuldaði ekki neinum afsökunarbeiðni.

„Mér líður ekki eins og skuldi neinum afsökunarbeiðni. Maður afsakar sig eftir að maður gerir eitthvað rangt en ég gerði ekkert rangt. Ég lenti í aðstæðum sem hefðu getað hent hvern sem er, hvar sem er," sagði Maguire.

„Þeir lömdu mig mikið í fótleggina en ég var ekkert að spá í því, ég óttaðist um líf mitt," sagði Maguire en óttaðist það að lögreglumennirnir væri að ræna sér, en þeir voru eins og áður segir ekki einkennisklæddir.

Man Utd spilar í dag æfingaleik við Aston Villa en liðið leikur sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.
Athugasemdir
banner