Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 12. september 2020 20:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svenni: Svekkjandi að þurfa að fá á sig mark til að vakna almennilega
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Blendnar tilfinningar. Auðvitað hefðum við viljað fá þrjú stig en úr því sem komið var þá komum við til baka og náðum í stigið sem er mjög gott - maður er stoltur af strákunum fyrir það," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir jafntefli gegn Þrótti á Grenivík.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Þróttur R.

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik og vorum ekki bara að kveikja á okkur eftir að þeir skora en í seinni hálfleik vorum við lengi í gang og það er svekkjandi að þurfa að fá á sig mark til að vekja okkur almennilega - þar er ég alveg sammála þér," aðspurður hvort það væri svekkjandi að það hafi þurft mark frá andstæðingunum til að Magni kæmist í gang í leiknum.

Þegar Þróttur leiddi í leiknum þá gerði Magni tilkall til vítaspyrnu þegar Franko Lalic og Kristinn Þór Rósbergsson voru í einhverju klafsi inn á teignum. Fannst Svenna það vera vítaspyrna?

„Já klárt. Frá mínu sjónarhorni er það klárt víti en dómarinn var kannski með annan vinkil á þessu og sá þetta öðruvísi. Skiptir ekki öllu samt."

Þróttur og Magni eiga eftir að mætast aftur áður en mótinu líkur. Þrjú stig skilja liðin að í botnbaráttunni á þessum tímapunkti. Sjö leikir eru eftir, fréttaritari kom inn á að möguleiki væri á þremur stigum á útivelli gegn Þrótti en Svenni benti réttilega á að það væru 21 stig í pottinum.

„Það er möguleiki á 21 stigi, það eru sjö leikir eftir. Við komum inn í þetta í fyrra þegar sjö leikir eru eftir og við hlökkum til hvers einasta leiks þó það sé kominn september,"

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner