Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   lau 12. september 2020 20:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svenni: Svekkjandi að þurfa að fá á sig mark til að vakna almennilega
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Blendnar tilfinningar. Auðvitað hefðum við viljað fá þrjú stig en úr því sem komið var þá komum við til baka og náðum í stigið sem er mjög gott - maður er stoltur af strákunum fyrir það," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir jafntefli gegn Þrótti á Grenivík.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Þróttur R.

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik og vorum ekki bara að kveikja á okkur eftir að þeir skora en í seinni hálfleik vorum við lengi í gang og það er svekkjandi að þurfa að fá á sig mark til að vekja okkur almennilega - þar er ég alveg sammála þér," aðspurður hvort það væri svekkjandi að það hafi þurft mark frá andstæðingunum til að Magni kæmist í gang í leiknum.

Þegar Þróttur leiddi í leiknum þá gerði Magni tilkall til vítaspyrnu þegar Franko Lalic og Kristinn Þór Rósbergsson voru í einhverju klafsi inn á teignum. Fannst Svenna það vera vítaspyrna?

„Já klárt. Frá mínu sjónarhorni er það klárt víti en dómarinn var kannski með annan vinkil á þessu og sá þetta öðruvísi. Skiptir ekki öllu samt."

Þróttur og Magni eiga eftir að mætast aftur áður en mótinu líkur. Þrjú stig skilja liðin að í botnbaráttunni á þessum tímapunkti. Sjö leikir eru eftir, fréttaritari kom inn á að möguleiki væri á þremur stigum á útivelli gegn Þrótti en Svenni benti réttilega á að það væru 21 stig í pottinum.

„Það er möguleiki á 21 stigi, það eru sjö leikir eftir. Við komum inn í þetta í fyrra þegar sjö leikir eru eftir og við hlökkum til hvers einasta leiks þó það sé kominn september,"

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner