Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   lau 12. september 2020 20:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svenni: Svekkjandi að þurfa að fá á sig mark til að vakna almennilega
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Blendnar tilfinningar. Auðvitað hefðum við viljað fá þrjú stig en úr því sem komið var þá komum við til baka og náðum í stigið sem er mjög gott - maður er stoltur af strákunum fyrir það," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir jafntefli gegn Þrótti á Grenivík.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Þróttur R.

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik og vorum ekki bara að kveikja á okkur eftir að þeir skora en í seinni hálfleik vorum við lengi í gang og það er svekkjandi að þurfa að fá á sig mark til að vekja okkur almennilega - þar er ég alveg sammála þér," aðspurður hvort það væri svekkjandi að það hafi þurft mark frá andstæðingunum til að Magni kæmist í gang í leiknum.

Þegar Þróttur leiddi í leiknum þá gerði Magni tilkall til vítaspyrnu þegar Franko Lalic og Kristinn Þór Rósbergsson voru í einhverju klafsi inn á teignum. Fannst Svenna það vera vítaspyrna?

„Já klárt. Frá mínu sjónarhorni er það klárt víti en dómarinn var kannski með annan vinkil á þessu og sá þetta öðruvísi. Skiptir ekki öllu samt."

Þróttur og Magni eiga eftir að mætast aftur áður en mótinu líkur. Þrjú stig skilja liðin að í botnbaráttunni á þessum tímapunkti. Sjö leikir eru eftir, fréttaritari kom inn á að möguleiki væri á þremur stigum á útivelli gegn Þrótti en Svenni benti réttilega á að það væru 21 stig í pottinum.

„Það er möguleiki á 21 stigi, það eru sjö leikir eftir. Við komum inn í þetta í fyrra þegar sjö leikir eru eftir og við hlökkum til hvers einasta leiks þó það sé kominn september,"

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner