Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 12. september 2020 20:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svenni: Svekkjandi að þurfa að fá á sig mark til að vakna almennilega
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Blendnar tilfinningar. Auðvitað hefðum við viljað fá þrjú stig en úr því sem komið var þá komum við til baka og náðum í stigið sem er mjög gott - maður er stoltur af strákunum fyrir það," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir jafntefli gegn Þrótti á Grenivík.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Þróttur R.

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik og vorum ekki bara að kveikja á okkur eftir að þeir skora en í seinni hálfleik vorum við lengi í gang og það er svekkjandi að þurfa að fá á sig mark til að vekja okkur almennilega - þar er ég alveg sammála þér," aðspurður hvort það væri svekkjandi að það hafi þurft mark frá andstæðingunum til að Magni kæmist í gang í leiknum.

Þegar Þróttur leiddi í leiknum þá gerði Magni tilkall til vítaspyrnu þegar Franko Lalic og Kristinn Þór Rósbergsson voru í einhverju klafsi inn á teignum. Fannst Svenna það vera vítaspyrna?

„Já klárt. Frá mínu sjónarhorni er það klárt víti en dómarinn var kannski með annan vinkil á þessu og sá þetta öðruvísi. Skiptir ekki öllu samt."

Þróttur og Magni eiga eftir að mætast aftur áður en mótinu líkur. Þrjú stig skilja liðin að í botnbaráttunni á þessum tímapunkti. Sjö leikir eru eftir, fréttaritari kom inn á að möguleiki væri á þremur stigum á útivelli gegn Þrótti en Svenni benti réttilega á að það væru 21 stig í pottinum.

„Það er möguleiki á 21 stigi, það eru sjö leikir eftir. Við komum inn í þetta í fyrra þegar sjö leikir eru eftir og við hlökkum til hvers einasta leiks þó það sé kominn september,"

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner