Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   lau 12. september 2020 20:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svenni: Svekkjandi að þurfa að fá á sig mark til að vakna almennilega
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Blendnar tilfinningar. Auðvitað hefðum við viljað fá þrjú stig en úr því sem komið var þá komum við til baka og náðum í stigið sem er mjög gott - maður er stoltur af strákunum fyrir það," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir jafntefli gegn Þrótti á Grenivík.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Þróttur R.

„Við vorum fínir í fyrri hálfleik og vorum ekki bara að kveikja á okkur eftir að þeir skora en í seinni hálfleik vorum við lengi í gang og það er svekkjandi að þurfa að fá á sig mark til að vekja okkur almennilega - þar er ég alveg sammála þér," aðspurður hvort það væri svekkjandi að það hafi þurft mark frá andstæðingunum til að Magni kæmist í gang í leiknum.

Þegar Þróttur leiddi í leiknum þá gerði Magni tilkall til vítaspyrnu þegar Franko Lalic og Kristinn Þór Rósbergsson voru í einhverju klafsi inn á teignum. Fannst Svenna það vera vítaspyrna?

„Já klárt. Frá mínu sjónarhorni er það klárt víti en dómarinn var kannski með annan vinkil á þessu og sá þetta öðruvísi. Skiptir ekki öllu samt."

Þróttur og Magni eiga eftir að mætast aftur áður en mótinu líkur. Þrjú stig skilja liðin að í botnbaráttunni á þessum tímapunkti. Sjö leikir eru eftir, fréttaritari kom inn á að möguleiki væri á þremur stigum á útivelli gegn Þrótti en Svenni benti réttilega á að það væru 21 stig í pottinum.

„Það er möguleiki á 21 stigi, það eru sjö leikir eftir. Við komum inn í þetta í fyrra þegar sjö leikir eru eftir og við hlökkum til hvers einasta leiks þó það sé kominn september,"

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner