Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 12. september 2022 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír úr gamla bandinu að snúa aftur?
Aron Einar getur snúið aftur í landsliðshópinn.
Aron Einar getur snúið aftur í landsliðshópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstkomandi föstudag verður landsliðshópur fyrir leiki gegn Albaníu og Venesúela tilkynntur.

Í Innkastinu í dag var talað um orðróm þess efnis að 'gamla bandið' svokallaða væri að snúa aftur í landsliðshópinn.

Aron Einar Gunnarsson, sem hefur verið landsliðsfyrirliði í meira en tíu ár, getur snúið aftur í hópinn. Aron og Eggert Gunnþór Jónsson voru kærðir síðasta haust en kona sakar þá um að hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn árið 2010.

Héraðs­sak­sóknari felldi niður málið í maí­mánuði síðast­liðnum en sá úr­skurður var kærður og tók ríkis­sak­sóknari þá málið fyrir og er niður­staðan sú að málið hefur nú verið fellt niður.

Aron getur því snúið aftur í hópinn þar sem málið hefur verið fellt niður. Aron Einar á 97 landsleiki fyrir Íslands og var fyrirliði liðsins á HM og EM. Hann leikur í dag fyrir Al-Arabi í Katar.

Þá eru sögur þess efnis að Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson komi líka til með að vera í hópnum, en þeir hafa ekki gefið kost á sér í síðustu verkefnum vegna meiðsla.

„Við gætum fengið alla þessa þrjá aftur í landsliðið," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Spurning er hvort miðjumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson snúi þá aftur í hópinn en hann leikur núna með DC United í Bandaríkjunum.

Líkt og fyrr segir þá verður hópurinn fyrir næstu tvo leiki tilkynntur á föstudaginn.
Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Athugasemdir
banner
banner
banner