Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   fim 12. september 2024 21:05
Sverrir Örn Einarsson
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Guðni Eiríksson
Guðni Eiríksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðfest var að Breukelen er með slitið krossband fyrr í vikunni
Staðfest var að Breukelen er með slitið krossband fyrr í vikunni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lið FH þurfti að gera sér að góðu að lúta í gras eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Víkingum þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna fyrr í kvöld. Víkingar komust yfir með marki strax á annari mínútu leiksins og var Guðni Eiríksson þjálfari FH því skiljanlega ekki sáttur með byrjun leiksins hjá sínu liði.

Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Víkingur R.

„Það er enginn þjálfari sáttur þegar liðið fær á sig mark eftir eina og hálfa mínútu. Ef það gerist þá ertu klárlega ekki með hausinn rétt stilltann og maður er aldrei sáttur við það. Þetta var slök byrjun FH liðsins en mér fannst við þó vinna okkur inn í fyrri hluta fyrri hálfleiks. “

Breukelen með slitið krossband
Leikmannahópur FH hefur heldur verið að þynnast eftir því sem liðið hefur á sumarið. Bæði hafa leikmenn verið að halda erlendis til náms en einnig hafa meiðsli sett strik í reikninginn. Staðfest var í vikunni að meiðsli Breukelen Woodard séu af alvarlega taginu. Þá þurfti Sara Montoro að yfirgefa völlinn í dag skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður vegna hnémeiðsla en hún hefur verið að koma til baka eftir krossbandaslit.

„FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila í dag. Það er vont eins og til dæmis með Breukelen sem skiptir okkur gríðarlega miklu máli en hún er með slitið krossband við fengum að vita það fyrr í vikunni. Þú talar svo um Söru, ég bara trúi því ekki að hún hafi slitið aftur greyið stelpan ef að það er og þvílík hörmung. Hugur okkar er hjá henni og eins og ég sagði við leikmenn hér eftir leik. Það eru allir svekktir að tapa fótboltaleikjum og svekktir að eiga lélega frammistöðu en við förum svekkt á koddann og vöknum á morgun og erum með ferskar lappir. Sara er ekki þar og er í miklu meiri skítamálum en við hin.

Ekki ósáttur þó stigafjöldin verði lægri en í fyrra
FH endaði i sjötta sæti deildarinnar í fyrra og fékk þá 29 stig. Guðni hefur rætt það að aðalmarkmið FH eftir skiptingu væri að gera betur en í fyrra. Er það markmið mögulegt úr því sem komið er?

„Það er allt mögulegt ellefu gegn ellefu inn á vellinum. En þó við förum ekki yfir þann stigafjölda sem við fengum í fyrra þá fer ég alveg að sofa sáttur. Ég er bara sáttur heilt yfir með sumarið útfrá öllum þeim skakkaföllum sem við höfum lent í. Við höfum náð að spila þetta á ákveðnum FH gildum. Það voru margar uppaldar sem voru að spila þennan leik í dag og ég veit ekki um annað lið sem er með jafnmarga uppalda leikmenn. Lang yngsta liðið í deildinni og þær eru búnar að standa sig ótrúlega vel.“

Sagði Guðni en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner