Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. október 2020 16:24
Elvar Geir Magnússon
Man Utd og Real Madrid gætu barist um Camavinga
Eduardo Camavinga hefur spilað tvo landsleiki fyrir Frakkland.
Eduardo Camavinga hefur spilað tvo landsleiki fyrir Frakkland.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið AS segir að Manchester United vilji fá Eduardo Camavinga og hugsi hann sem arftaka Paul Pogba.

Pogba er 27 ára og framtíð hans sífellt til umræðu. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Manchester United en félagið á þó möguleika að framlengja þann samning um eitt ár.

Camavinga er aðeins 17 ára og spilar fyrir Rennes í Frakklandi. Hann er samningsbundinn til 2022 og hefur hafnað tilboðum um nýjan samning.

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er mikill aðdáandi Camavinga en fjárhagsafleiðingar Covid-19 hindruðu hann í að geta keypt hann í sumar.

Mögulegt er að Manchester United og Real Madrid munu berjast um að fá þennan spennandi leikmann.
Athugasemdir
banner