Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. október 2020 12:26
Elvar Geir Magnússon
Özil fékk átta milljóna punda bónusgreiðslu frá Arsenal
Mesut Özil er úti í kuldanum hjá Arteta.
Mesut Özil er úti í kuldanum hjá Arteta.
Mynd: Getty Images
The Athletic segir að Mesut Özil hafi í síðasta mánuði fengið átta milljóna punda bónusgreiðslu frá Arsenal sem hafi verið hluti af samningi hans, svokallaðar tryggðargreiðslur (loyalty bonus).

Þjóðverjinn er launahæsti leikmaður Arsenal með 350.000 pund á viku. En hann hefur ekki spilað fyrir Arsenal síðan 7. mars og er ekki í myndinni hjá Mikel Arteta.

Áðurnefndar bónusgreiðslur eru sagðar hafa verið stærsta ástæða þess að Özil vildi ekki yfirgefa Arsenal í sumar.

Arsenal hefur reynt að losna við þennan 31 árs leikmann og félagið vonast til að hann muni fara í janúarglugganum.

Fréttir herma að Al-Nassr í Sádi-Arabíu hafi gert tilboð í Özil en leikmaðurinn hafi ekki áhuga á að spila í Asíu. Vitað er af áhuga félaga í bandarísku MLS-deildinni á Þjóðverjanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner