Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 12. október 2020 21:21
Victor Pálsson
Segir að Southgate noti Alexander-Arnold vitlaust
Mynd: Getty Images
Ashley Cole, goðsögn Chelsea og enska landsliðsins, segir að Gareth Southgate sé að nota Trent Alexander-Arnold vitlaust í enska landsliðinu.

Alexander-Arnold er fastamaður í liði Southgate og spilaði 79 mínútur í 2-1 sigri á Belgíu í Þjóðadeildinni í gær.

Cole var sjálfur frábær leikmaður á sínum tíma og vill sjá landa sinn spila í bakverði frekar en vængbakverði þar sem Southgate á til að nota hann.

„Ég vil ekki sjá hann spila vængbakvörð. Það hentar honum að vera aftar og keyra inn í svæðin," sagði Cole.

„Þegar hann kemur sér í pláss þá byrjaru að sjá fyrirgjafirnar hans og sendingar. Hann var mest allan leikinn að elta vinstri vængbakvörðinn og reyndi að komast inn fyrir. Ég held að það henti honum ekki."

Alexander-Arnold er einnig fastamaður í liði Liverpool og vann deildina með félaginu á síðustu leiktíð sem bakvörður.

Athugasemdir
banner